Spurning

Hvert er markmið frímúrarastarfs?

Svar

Í lögum Frímúrarareglunnar er markmið hennar skilgreint þannig:

,,Markmið Reglunnar er að göfga og bæta mannlífið. Reglan vill efla góðvild og drengskap með öllum mönnum og auka bróðurþel þeirra á meðal."

Þannig leitast Reglan við að gera bræðurna að góðum þjóðfélagsþegnum, skilningsríkum og hjálpsömum samborgurum, réttsýnum og velviljuðum mönnum. Frímúrarareglan kemur fram út á við sem mannúðar- og mannræktarfélag. Inn á við leitast hún við að efla hjá bræðrunum sjálfsþekkingu, umburðarlyndi, góðvild og náungakærleika. Frímúrarareglan hefur hvorki opinber né dulin pólitísk markmið og tengist á engan hátt neinum stjórnmálastefnum. Hún hefur engin markmið um gagnkvæma aðstoð eða stuðning við einkahagsmuni bræðranna. Það hefur hvorki fjárhagslegan ávinning né önnur forréttindi í för með sér að vera þar bróðir.

Allur réttur áskilinn © 2002 - 2016, Frímúrarareglan á Íslandi - Bríetartúni 5 - 105 Reykjavík - Ísland
Sími: (+354) 510 7800 - Símbréf: (+354) 510 7801 - Netfang: skrifstofa@frimur.is