Minjagripur

Til sölu er minjagripur sem er tilvalin gjöf til bræðra almennt, þeirra sem eiga stórafmæli, hafa lokið merkum áfanga á frímúrarabrautinni eða erlendra gesta og þá um leið hentugur til gjafa í heimsóknum bræðra til stúkna erlendis.

Minjagripurinn sem er að stærð: 120X85X6 mm er lágmynd úr bronsi af anddyri höfuðstöðva Frímúrarareglunnar á Íslandi. Hann er númeraður með gati á bakhlið til þess að hengja á vegg, getur legið á borði sem bréfapressa eða settur á borðstand. Hönnuður er R&K Aðalsteinn V. Júlíusson. Gripurinn kemur í fallegri gjafaöskju og er verð hans kr. 25.000,00.

SMR hefur ákveðið að ágóði af sölu minjagripsins renni til Styrktarsjóðs Reglunnar.

Stúkur utan Reykjavíkur sem eru með sjálfstæðan fjárhag, geta fengið þann fjölda sem þær telja sig þurfa, en hagnaðurinn af sölu minjagripsins rennur til styrktarsjóðs viðkomandi stúku.

Bræðranefndir stúknanna verða tengiliðir við Styrktarráð og aðalskrifstofu Reglunnar, en þar fer fram afhending og greiðsla fyrir minjagripinn.

Allur réttur áskilinn © 2002 - 2016, Frímúrarareglan á Íslandi - Bríetartúni 5 - 105 Reykjavík - Ísland
Sími: (+354) 510 7800 - Símbréf: (+354) 510 7801 - Netfang: skrifstofa@frimur.is