Spurning
Saga Frímúrarareglunnar
Svar
Fyrsta skráða heimildin um frímúrarafund er frá árinu 1646 í Englandi og fyrsta sameining frímúrarastúkna í eina
Stórstúku er frá London árið 1717. Frá Englandi breiddist frímúrarastarfið út um allan hinn siðmenntaða heim.
Árið 1735 festi Reglan rætur í Svíþjóð og þar hófst starf eftir hinu ,,sænska kerfi" um og upp úr árinu 1756.
Frímúrarar hafa starfað í Danmörku frá 1741.
Á árunum 1852-58 var kerfið tekið upp í Danmörku og þaðan barst það til Íslands undir forystu Ludvigs E. Kaaber,
bankastjóra. Frímúrarastúkan Edda var stofnuð 1919 sem stúka í Frímúrarareglunni í Danmörku. Laut allt
frímúrarastarf á Íslandi stjórn Frímúrarareglunnar í Danmörku uns Frímúrarareglan á Íslandi var stofnuð 23. júlí
árið 1951 sem fullkomlega sjálfstæð Frímúrararegla. Fyrsti Stórmeistari hennar var Sveinn Björnsson, forseti
Íslands.