Maðurinn sem vildi vera Kóngur

Kæru bræður.

Ég vil benda þeim bræðrum á, sem enn hafa ekki sótt sér hina heimsfrægu sögu Rudyard Kipling "Maður sem vildi vera kóngur" í hinni stórgóðu þýðingu br. Eysteins Sigurðssonar að sagan stendur hér öllum bræðrum til boða, endurgjaldslaust. Með músarsmelli getur þú sótt söguna til þín.

Kipling var aðeins rúmlega tvítugur vígður inn í stúkuna Hope and Perseverance no. 782 í Lahor, Junjab í Indlandi 5. apríl árið 1886. Sagan er full af tilvísunum í ýmis tákn og annað það sem bræðurnir þekkja.

Árið 1975 gerði John Huston kvikmynd upp úr sögunni með heimsþekktum leikurum svo sem Sean Connery, Michael Caine og Christopher Plummer. Kipling fékk bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1907.

Lesa bókina hérna endurgjaldslaust eða sækja bókina hérna endurgjaldslaust og vista á tölvunni þinni.

Mbrkv.
Ólafur Friðrik Ægisson

Allur réttur áskilinn © 2002 - 2016, Frímúrarareglan á Íslandi - Bríetartúni 5 - 105 Reykjavík - Ísland
Sími: (+354) 510 7800 - Símbréf: (+354) 510 7801 - Netfang: skrifstofa@frimur.is