Helgafell - Fimmvörðuháls.

Önnur undirbúningsganga fyrir Fimmvörðuháls fór fram laugardaginn 27. mars. Gönguhópurinn lét gos á Fimmvörðuhálsi ekki stoppa undirbúning og lagði vaskur hópur snemma morguns upp á Helgafell ofan Hafnarfjarðar.

Mæting var svipuð og síðast, átta Gimlibræður, ein systir og þrír hundar. Hitastig var aðeins undir frostmarki í upphafi, en hlýnaði er líða tók á morguninn, enda skein sólin á hópinn allan tímann.

Ferðin gekk vel upp á Helgafell en þaðan var mikið og fagurt útsýni. Meðal annars mátti sjá gosmökkinn frá Fimmvörðuhálsi. Mikill kraftur var enn í göngumönnum og var því ákveðið að koma við í Valabóli á niðurleiðinni.

Allur réttur áskilinn © 2002 - 2016, Frímúrarareglan á Íslandi - Bríetartúni 5 - 105 Reykjavík - Ísland
Sími: (+354) 510 7800 - Símbréf: (+354) 510 7801 - Netfang: skrifstofa@frimur.is