Ferð Gimli á Jónsmessufund á Akureyri 24. júní 2011
Stúkan Gimli ætlar á Jónsmessufund á Akureyri í sumar og hugmyndin er
að þetta verði fjölskylduferð. Fundurinn sjálfur er Jónsmessunni,
föstudeginum 24. júní kl. 19:00. Fundurinn er hefðbundinn hátíðarfundur
með borðhaldi á eftir en ólíkt því sem t.d. var á Ísafirði síðasta
sumar þá sitja systurnar ekki borðhaldið á Akureyri að þessu sinni.
Rúnarbræður hafa skipulagt miðnætursiglingu um Eyjafjörð fyrir bræður
og fjölskyldur þeirra að loknum fundi.
Verið er að skoða hugmyndir að dagskrá á laugardeginum 25. júní fyrir
bræður og fjölskyldur þeirra. Á laugardeginum er hugmyndin að taka
bíltúr inn í Fjallabyggð (Ólafsfjörð og Sigufjörð). Fara í gegnum
Héðinsfjarðargöngin með stoppi á planinu í Héðinsfirði þar sem útsýni
er fallegt og búið er að setja upp skilti með ýmsum sögulegum og
áhugaverðum upplýsingum um staðinn. Halda síðan áfram seinni göngin
(reyndar þau þriðju á þessari ferð) til Sigufjarðar og skoða
Síldarminjasafnið og jafnvel fá sé kaffisopa saman á Hannes Boy Café á
eftir. Í bakaleiðinni væri jafnvel hægt að koma við í Fiskeldisstöðinni
Hlíð í Ólafsfirði, fá smakk og kaupa reyktan og grafinn lax eða silung.
Hver og einn mun þó bera ábyrgð á sínum ferðamáta og gistingu.
Tjaldsvæðið í miðbæ Akureyrar (fyrir ofan Sundlaugina) er mjög nálægt
Frímúrarahúsinu og miðbænum sjálfum.
Skráning Gimli bræðra fer fram með því að fara inná þessa vefslóð (http://www.doodle.com/9au5v7bnmzzugpin)
og haka við þá liði sem viðkomandi hyggst taka þátt í. Bræður eru
vinsamlegast beðnir um að svara fyrir 17. júní svo hægt verður að láta
Rúnarbræður vita af væntalegum fjölda. Nánari upplýsingar verða síðan
sendar á þá sem eru skráðir á listann.
Einnig er hægt að fá nánari upplýsingar mhafa samband við Harald Dean
Nelson (halli@nelson.is) í síma
822 5228 eða við Carl D. Tulinius Sm í Gimli (ctul@simnet.is) í síma 664 1850.
--
****************************
Haraldur Dean Nelson
Sogavegur 90
108 Reykjavík
www.nelson.is
****************************