Móskarðshnjúkar

Þann 16. maí hélt gönguhópur Gimli bræðara og systra á Móskarðshnjúka í ágætis veðri og með létta lund. Heldur færri voru með í ferð en til stóð, en margt kallar á í sumarbyrjun því helltust nokkrir úr hópnum á lokametrunum. Ferðin var þó hin ágætasta þó vindur væri full mikill er topnum var náð, „enda kalt á toppnum“. Umhverfið stórfenglegt og útsýni mjög gott enda víðsýnt frá Hnjúkunum.

Lagt var á ráðin þar sem ekki verður fært á Fimmvörðuháls, tillögur um að ganga Ljósufjöllin á Snæfellsnesi. Svipuð ganga en öllu minni aska. Verður leitað eftir undirtektum bræðra með þessar breytingar.

Gönguferð á Móskarðsheiði

Allur réttur áskilinn © 2002 - 2016, Frímúrarareglan á Íslandi - Bríetartúni 5 - 105 Reykjavík - Ísland
Sími: (+354) 510 7800 - Símbréf: (+354) 510 7801 - Netfang: skrifstofa@frimur.is