Njarðarbók
Í tilefni 10 ára afmælis St. Jóh.st. Njarðar nr. 12 hefur verið prentað í örlitlu upplagi, afmælisritið Njarðarbók. Í bókinni er reifuð 10 ára saga St. Jóh.st. Njarðar í Ljósatröð, í máli og myndum. Stofnun og saga stúkunnar, fundir og ferðir, störf og skemmtanir bræðranna. Í bókinni má einnig finna valda kafla úr fornritum Íslendinga og þrír fyrirlestrar sem fluttir voru á hátíðarfundum í St. Jóh.st. Nirði þar sem fjallað er um Njörð, norrænan sið og settar eru fram nýstárlegar tilgátur í bókarlok.
Á meðan birgðir endast er bræðrum boðið að kaupa bókina á kr. 3000. Umsjón með sölu og pöntunum hefur br. Ásgeir Einarsson, s: 861 1154, netfang: asgeire@simnet.is