Vífilfell - Fimmvörðuháls.

Þriðja undirbúningsganga fyrir sumarið var þann 17. apríl 2010. Hópurinn safnaðist saman og keyrði svo að hlíðum Vífilsfells.

Alls mættu ein systir, sex bræður og tveir hundar. Hópurinn gekk rösklega upp á Vífilfellið. Veðrið var mjög fagurt þótt það hafi verið frekar kalt. Norðanátt, hiti við frostmark og heiður himinn.

Af toppnum var víðsýnt. Í vesturátt mátti sjá Reykjanesið, höfuðborgaðsvæðið og Snæfellsnesið. Í austurátt sáum við svo gosmökkinn frá Eyjafjallajökli. Það minnti okkur á að ekki er víst að Fimmvörðuháls verði fær í sumar og huga þarf að öðrum öruggari slóðum.

Hópurinn á toppnum

Allur réttur áskilinn © 2002 - 2016, Frímúrarareglan á Íslandi - Bríetartúni 5 - 105 Reykjavík - Ísland
Sími: (+354) 510 7800 - Símbréf: (+354) 510 7801 - Netfang: skrifstofa@frimur.is