Helgafells bræður ásamt systrum til Kaupmannahafnar
Fimmtudaginn 7. apríl héldu 16 Helgafells bræður ásamt systrum til Kaupmannahafnar og heimsóttu St. And. st. Cubus Christiani Octavi, vinastúku Helgafells.
Stólmeistari stúkunnar Henrik Lövenwald ásamt bræðrum í CCO tóku vel á móti okkur bræðrunum í Frímúrarahúsinu strax um kvöldið með móttöku og skoðunarferð um húsakynni Andrésarstúkunnar áður en við héldum til fundar á VI stigi.
Á meðan fóru systurnar í skoðunarferð um Óperu húsið í fylgd tveggja danskra systra og borðuðu með þeim á eftir.
Á föstudeginum fór allur hópurinn í skoðunarferð um húsakynni dönsku Frímúrarareglunnar og að því loknu bauð Stm. CCO ásamt nokkrum embættismönnum og systrum til hádegisverðar.
Þá leiddi bróðir okkar Gunnar Sigurðsson okkur um slóðir Jónasar Hallgrímssonar og hélt pistla á leiðinni um það sem fyrir bar. Eftir að skipulagðri dagskrá var lokið naut hópurinn þess að vera í borginni eins og hægt var því að nokkuð hvasst var þennan föstudag jafnvel á íslenskan mælikvarða.
Heldur var betra veður á laugardeginum sem var frjáls dagur en hópurinn borðaði saman um kvöldið á Restaurant Riobravo ekta danskan mat.
Áður en haldið var heim á leið á sunnudeginum var borðað saman á Det Lille Apotek frægum íslendingastað rétt við Gamla Garð en veðrið lék við okkur 18 stiga hiti og gola.