Golfmót Gimli 2011

Hið árlega golfmót Gimli var haldið á Selvelli á Flúðum 10. júní 2011 og hófst kl: 11:15. Þátttakendur í mótinu mættu við Frímúrarahúsið kl: 8:30 og var farið til mótsins í rútu. Lagt var af stað stundvíslega kl: 9:00. Ekki er venja að gefa upp leikstað. Komnir til Flúða um kl: 10:30.

Leikið var við góðar aðstæður, bjart veður þar til undir lok mótsins, en þá kom smá rigning. Þátttakendur voru 27 spilarar. Þegar leik var lokið var haldin púttkeppni samfara mótinu. Keppt er um farandbikar. Sigurvegari í púttkeppninni að þessu sinni var Jón Bjarni Bjarnason bróðir úr Fjölni.

Að lokinni púttkeppni var sest til matar og var samkvæmnt venju boðið upp á grillað lambalæri að hætti hússins ásamt meðlæti framleitt í héraðinu.

Þegar allir höfðu matast var komið að verðlaunafhendingu. En áður en hún hófst var einn þátttakandi, Karl Harry Sigurðsson heiðraður fyrir tryggð við þetta mót, hefur aðeins misst úr eitt mót af 15. Var honum sérstaklega þakkað og var hann jafnframt leystur út með gjöfum. Þá var komið að verðlaunaafhendingu. Sigurvegari mótsins var Ásmundur Richardsson bróðir úr Gimli og fékk hann afhentan farandbikar til varðveislu. Næstir voru Höskuldur Höskuldsson bróðir úr Eddu og Einar Árnason bróðir úr Gimli. Fjölmörg önnur verðlaun voru veitt.

Farið frá Flúðum um kl: 19:30 og komið til Reykjavíkur um kl: 20:30

Um undirbúing sáu Einar Árnason, Þórður Kjartansson og Guðmundur Ingi Jónsson. Ólafur Ólafsson hélt utan um alla útreikninga á skorkortum líkt og undanfarin ár. Stafsfólki á Selvelli viljum við þakka fyrir sérstaklega ánægjulega og góða þjónustu líkt og til allra sem aðstoðuðu við framkvæmd mótsins.

Golfmót Gimli 2011 2 11/09/2011

Allur réttur áskilinn © 2002 - 2016, Frímúrarareglan á Íslandi - Bríetartúni 5 - 105 Reykjavík - Ísland
Sími: (+354) 510 7800 - Símbréf: (+354) 510 7801 - Netfang: skrifstofa@frimur.is