St. Jóhannesarstúkan Gimli
Kæri Bróðir
Lokafundur St.Jóh.st. Gimli verður haldinn föstudaginn 15. apríl og hefst hann klukkan 18:00.
Að venju bjóðum við Systrum til samsætis að loknum fundi. Systur mæta klukkan 20:00 og dagskrá með hefðbundnum hætti.
Tvírétta matseðill
Hlaðborð að hætti hússins; Steikt kalkúnabringa camebert, piparkrydduð nautalund, steikt grænmeti, kartöflugratín, rjóma-piparsósa, kalkúnasósa
Eftirréttur: Crémé brúlée, súkkulaði mús, banana- og súkkulaðiís
Skemmtiatriði verða til að stytta okkur stundir og gera kvöldstundina ánægjulega.
Forskráning er á fundinn - greiðsla fyrir matinn verður á fundardag. Það verður hægt að kaupa léttvín og bjór með matnum.
Systur: Óformlegri klæðnaður en á Systrakvöldi.
Bræður: Hefðbundinn fundarklæðnaður.
Miðaverð er 4.500 kr
Með bróðurlegri kveðju,
Þórður Rafn Ragnarsson,
Siðameistari Gimli.