Jóhannesarstúkan Hamar - Vinátta og bræðraþel
Hjá Hamri verður fundur 12. janúar þar sem vinátta og bræðraþel verður alls ráðandi. Sérstaklega verður fjallað um meðmælendur og innsækjendur.
Nú er upplagt tækifæri fyrir bræður að hafa samband við meðmælendur sína og taka þá með á fund hjá Hamri.
Þeir sem hafa mælt með bræðrum hafa nú ástæðu til að hringja í þá og taka með á fund hjá Hamri og bjóðið nú hver örðum far.
Það verður myndavél á staðnum og boðin myndataka af meðmælendum og bræðrum, jafnvel hópmynd ef bróðir hefur mælt með mörgum í Regluna. Einnig verður hægt að fá tekna nýja mynd fyrir félagatal Reglunnar.
Við vonumst eftir að sjá sem flesta bræður hjá okkur þriðjudaginn 12. janúar.