50 ára afmælishátíð Frímúrarareglunnar
Kór Frímúrarareglunnar
Stefán Andrésson (E) | Formaður |
Björn Árdal (GL) | Gjaldkeri |
Ragnar D. Stefánsson (E) | Ritari |
Kristján Ármann Antonsson (E) | Meðstjórnandi og nótnavörður |
Páll Brynjarsson (G) | Meðstjórnandi og nótnavörður |
Um Frímúrarakórinn
Frímúrarakórinn heyrir undir Stúkuráð. Megintilgangur hans er að efla bróðurhug allra söngelskra frímúrarabræðra og syngja á fundum og skemmtunum innan Frímúrarareglunnar.
Allir frímúrarar eru velkomnir til starfa í kórnum að höfðu samráði við kórstjóra. Leitast er við að fá til liðs við kórinn hljóðfæraleikara, einsöngvara og aðra tónlistarmenn í hópi Reglubræðra. Lögð er megináhersla á tónlist sem tengist Frímúrarareglunni en einnig létt lög til flutnings á skemmtunum innan Reglunnar.
Óskum um söng frímúrarakórsins á fundum eða öðrum samkomum má koma á framfæri við formann kórsins, en vinsamleg tilmæli eru að það sé gert með góðum fyrirvara. Frímúrarakórinn leitast við að uppfylla allar óskir um söng innan Reglunnar.
Bræður sem áhuga hafa á því að taka þátt í störfum kórsins hafi samband við kórstjóra eða formann kórsins.
Frímúrarakórinn var stofnaður 30. janúar 1993.
Kórinn hélt sína fyrstu opinberu tónleika í Regluheimilinu í Kaupmannahöfn í apríl 1997 og endurtók þá skömmu síðar í Regluheimilinu í Reykjavík. Tónleikar hafa síðan verið haldnir í Regluheimilinu hvert vor. Frímúrarakórinn vinnur nú að því að safna saman allri tónlist og ljóðlist sem samin hefur verið til flutnings í stúkunum. Kórinn hefur þegar hljóðritað nokkur þessara laga.
Æfingar
Reglubundnar æfingar Frímúrarakórsins eru á laugardögum kl. 9:30 – 12:00.