Minjasafn Reglunnar
Opið bræðrum á laugardögum frá kl. 15:00 - 16:30 og á sunnudögum kl. 10:00 til 12:00
Minjavörður Reglunnar: Einar Thorlacius
Saga
Stofnun Minjasafns Reglunnar átti sér langan aðdraganda en ef til vill var fyrsti steinninn lagður að grunni þess árið 1919 er stúkan Edda eignaðist stúkueinkenni og korða Gríms Tomsen, skálds og alþingismanns.
Eftir því sem starfsemi Frímúrarareglunnar á Íslandi óx fiskur um hrygg eignaðist hún marga merkilega hluti sem einstakar stúkur tóku að sér að varðveita. Smám saman bárust stúkunum einnig gjafir frá bræðrum, munir sem þeir eignuðust er þeir heimsóttu aðrar stúkur heima og erlendis.
Allir þessir munir sem varðveittust í gegnum tíðina lögðu síðan grunninn að Minjasafni Reglunnar. Svo er einnig um margar sögulegar minjar úr reglustarfinu sjálfu, tímar og siðir breytast og gamlir munir sem tengdust frímúrarastarfinu eru nú varðveittir í Minjasafninu.
Minjasafn Reglunnar var opnað formlega í Regluheimilinu árið 1975 og var því valinn staður í eldri hluta heimilisins
við Borgartún.
Fjöldi muna sem ekki kemst fyrir á Minjasafninu er í hinum fjölmörgu vistarverum Frímúrarahússins en tilgangurinn
með því er að minna á sögulegan arf Reglunnar og um leið að upplýsa bræðurna um fróðleik sem tengist einstökum
munum.