Bókasafn Reglunnar

Opið til útlána og lesturs frá 20. september til 28. apríl

  • Mánudaga – miðvikudaga kl. 17:00 – 18:30
  • Sunnudaga kl. 10:00 – 11:30

Gengið er inn Borgartúnsmegin.

Yfir Bókavörður Reglunnar:
Trausti Laufdal Jónsson

Saga Bókasafns Reglunnar er í upphafi samofin sögu St. Jóhannesarstúkunnar Eddu. Rætur safnsins liggja í þeirri hefð Eddubræðra að hittast tvisvar í viku, á föstudögum og sunnudögum, til þess að lesa saman þau rit sem stúkan hafði eignast, væntanlega mest frá Danmörku.  Fór þá að myndast vísir að bókasafni. Í 25 ára afmælisriti Eddu stendur: "Fóru þá ýmsir bræður að gefa nokkurt fé til bókakaupa eða útvega stúkunni bækur er hún greiddi fyrir."

Húsnæði bókasafnsins var fyrst undir súð í Austurstræti 16 en eftir að Reglan flutti í Borgartún hefur það verið í núverandi sal sem einnig var matsalur Reglunnar allt þar til matsalurinn í nýbyggingunni við Bríetartún 5 var tekinn í notkun.

Safn erinda og bóka er orðið all álitlegt eða 1100 erindi og 2350 bækur.

Áhugavert efni á Reglubókasafninu

Bókin "I Guld og Himmelblaat" er mjög áhugaverð bók um sögu frímúrarastarfs í Danmörku og er hún gefin út af Dönsku Frímúrarareglunni. Bókin er mjög vönduð og prýdd fjölda mynda. Þar er fjallað um hin ýmsu frímúrarakerfi sem var og er unnið eftir í Danmörku og áhrif þeirra. Einnig er talað um þær byggingar sem Reglan á víðsvegar um landið, fjallað um skjala- og bókasafn þeirra og minjasafnið.

Óhætt er að mæla með því að bræður gluggi í þessa bók þegar þeir heimsækja Reglubókasafnið næst.

 

Bókaverðir Frímúrarareglunnar á Íslandi 2015-2016

Hér er tilkynningin á PDF formi, hentugt til útprentunar

Allur réttur áskilinn © 2002 - 2016, Frímúrarareglan á Íslandi - Bríetartúni 5 - 105 Reykjavík - Ísland
Sími: (+354) 510 7800 - Símbréf: (+354) 510 7801 - Netfang: skrifstofa@frimur.is