Fyrsta golfmót Golfklúbbs Alla var haldið á Vatnsleysunni þann 19. júní 2015. Mættir voru 9 félagar og byrjaði mótið kl. 11:00.
Bergur félagi okkar og br. sá alfarið um kostnaðarhlið þessa móts, gaf öll verðlaun og þurftu menn ekki að greiða nema 2.500 krónur fyrir þátttökuna. Var innifalið súpa og brauð og svo kom kona hans með fullt af kökum og brauði sem menn gæddu sér á.
Þarna fór fram hörku keppni því til mikils var að vinna og glæsileg verðlaun biðu sigurvegaranna og afhenti Aðalsteinn formaður okkar verðlaunin við hátíðlega athöfn.
1. verðlaun og farandbikarinn hlaut Bergur V. Guðbjörnsson
2. verðlaun hlaut Guðmundur S. sem einnig er form. mótanefndar GK.Alla.
3. verðlaun hlaut Haukur Björnsson ræðumeistari GK.Alla og hlaut hann einnig verðlaun fyrir næst holu.
4. verðlaun hlaut Anton Bjarnason fyrir lengsta höggið.
Hér afhendir formaðurinn Hauki verðlaunin fyrir næst holu á 9.
Hér fær Anton verðlaunin fyrir lengsta höggið.
Hér tekur Guðmundir við 2. verðlaunum frá formanni.
Hér tekur Bergur við 1. verðlaunum ásamt farandbikarnum.
Verðlaunahafar í fyrsta golfmóti Golfklúbbs Alla ásamt formanni.
F.v. Aðalsteinn, Bergur, Guðmundur, Haukur og Anton.
Hér situr tvöfaldur verðlaunahafi ásamt konu sinni og syni. En þau sáu um köku og kaffisamsætið á eftir.
Þátttakendur f.v. Haukur Björnsson, Kristján G. Jóhannsson, Anton Bjarnason, Stefán Valur, Guðmundur S. og Grétar H. Óskarsson. Á myndina vantar Berg V. Guðbjörnsson og Helga Steinar sem tók myndina.
Hér er Bergur mættur.
Aðalsteinn, Guðmundur og Haukur í mjög alvarlegum samræðum um skorið, og kirkjan í baksýn.
Bergur vandar sig í vippinu.
Flott tjörn til að forðast.
Veglegir verðlaunagripir.
Klúbbhúsið og kirkjan.