St. Jóhannesarstúkan Fjölnir nr. 11
Kjörorð: CARITATEStofndagur: 25.01. 1987.
Stúkuheimili: Bríetartúni 5, Reykjavík
Fundardagur: Þriðjudagur
Stm.: Stefán Snær Konráðsson
Fundartímar veturinn 2015 - 2016
Dagsetning | Gráða | Athugasemd |
---|---|---|
29.09.2015 | I Fjhst | |
06.10.2015 | lll | |
13.10.2015 | I | |
20.10.2015 | III | |
27.10.2015 | l | |
03.11.2015 | lll | |
10.11.2015 | l | |
17.11.2015 | lll | |
24.11.2015 | l | |
28.11.2015 | I Frf | kl. 11:00 |
08.12.2015 | l Jf | |
05.01.2016 | ll | |
12.01.2016 | lll | |
19.01.2016 | l H&V | |
23.01.2016 | ll Frf | kl. 11:00 |
26.01.2016 | lll | |
02.02.2016 | I | |
13.02.2016 | Systrak | kl. 18:00 |
16.02.2016 | I | |
23.02.2016 | III | |
01.03.2016 | l | |
08.03.2016 | lll | |
22.03.2016 | l Pf | |
05.04.2016 | I Lf |
Fréttir
Lokafundur Fjölnis
Þá er komið að lokum þessa starfsárs hjá stúkunni okkar Fjölni. Síðasti fundurinn okkar var haldinn 5. apríl s.l. og þann fund sóttu 65 brr. Á fundinum átti sér stað einstakur tónlistarflutningur þriggja brr. sem gladdi alla er á hlýddu. Þá var lesin upp Reglugerð brr.-nefnda og í framhaldi var svo kosning og skipan emb.-manna stúkunnar. Nokkrar breytingar urðu í emb.-manna hópnum og notaði Stm. tækifærið til að þakka brr. sem gengt höfðu embættum fyrir gott starf og bauð nýja emb.-menn velkomna til starfa.
Flestir nota tækifærið og kveðja starfsbrr. sína á þessum fundi áður en þeir halda inn í vorið með öllum þeim tækifærum sem þar leynast. Margir vilja samt halda tengslunum yfir sumartímann líka, mæta í vorferðina og sameiginlegu hádegsiverðina sem jafnan hafa átt sér stað á fyrsta þriðjudegi hvers sumarmánaðar. Meira um það síðar ...
Vefnefndin vill nota tækifærið og þakka Fjölnisbrr. fyrir iðjusemina við að fylgjast með skrifum hennar, bæði fréttum og pistlum á vefsíðunni jafnt sem tölvupóstunum. Jafnframt vill hún koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem lögðu hönd á plóg við pistla- og greinarskrif í vetur og síðast en ekki síst Kára J. Húnfjörð, ritstjóra heimasíðu Frímúrarareglunnar, fyrir hjálpsemi og traust samstarf.
Og nú er sumarið framundan með allri þeirri fegurð og gleði sem þeirri árstíð fylgir. Það er því við hæfi að hlusta á sumarkaflann úr Árstíðum Vivaldis. Sá kraftur og sú fegurð sem þar er að finna er gott vegarnesti. Smelltu á myndina hér að neðan og njóttu þessarar einstöku tónlistar.
Vefnefnd Fjölnis /IH
uppfært 6. mars 2016
Nú mega páskarnir koma fyrir mér
Hinn árlegi páskafundur St. Fjölnis er ávallt með eftirminnilegri fundum ársins … og það var sannarlega ekki undantekning á þeirri reglu í ár. Tæplega 70 brr. komu saman þetta fallega þriðjudagskvöld og nutu fundarins. Fjallræðan var fallega lesin af br. Jóni Bjarna Bjarnasyni (Rm.), og Stm. las skemmtilega kveðju þar sem páskaeggið spilaði gott hlutverk.
Af þeim báðum brr. ólöstuðum, er óhætt að segja að allir hafi líklega notið einna mest dásamlegs tónlistarflutnings þeirra Ólafs W. Finnssonar (S.) og Sigurðar Hafsteinssonar (v.S.).
Eftir góðan fund kom að sjálfsögðu páskalambið. Bragðgott og saðsamt eins og eldhúsinu er einu lagið. Söngur, kaffi, te og smá súkkulaði … og síðan kvöddust brr. út í nóttina.
Páskarnir eru dásamleg hátíð, ekki síður en páskafundurinn okkar Fjölnis, og vonar vefnefndin að allir brr. nær og fjær eigi góða og fallega hátíð í faðmi fjölskyldu og vina. Munið að láta ekki súkkulaði eggin fara of illa með ykkur … því við viljum sjá sem flesta á næsta fundi stúkunnar, sem er jafnframt síðasti fundur starfsársins.
Gleðilega páska,
Vefnefnd Fjölnis / HL
uppfært 25. mars 2016
Páskafundur framundan
Þriðjudaginn 22. mars verður páskafundur hjá okkur Fjölnisbrr. Þessi fundur er sérstakur að mörgu leiti og minnir á þann kristna bakgrunn sem allt okkar starf byggir á. Á vísindavef Háskóla Íslands er að finna mjög góða grein eftir prófessor Hjalta Hugason, prófessor í guðfræði við HÍ um sögu páskana og þann sess sem þessi hátíð hefur í huga okkar. Þessa grein er hægt að lesa með því að smella hér
Þá vill vefnefndin benda á páskahugvekju br. okkar sr. Magnúsar Björns Björnssonar sem hann kallar Konungur Gyðinga, konungur mannkyns og finna má á upphafssíðu Fjölnis. Þessi hugvekja er holl lesning. Vonum að sem flestir brr. sjái sér fært að koma á þennan einstaka fund.
Starfsárið var í styttra lagi að þessu sinni og ræður þar mestu að páskarnir eru óvenju snemma þetta árið. Lokafundur Fjölnis er svo 5. apríl nk.
Vefnefnd Fjölnis /IH
uppfært 19. mars 2016
Páskahugvekja 2016
KONUNGUR GYÐINGA, KONUNGUR MANNKYNS
Pontíus Pílatus, landstjóri Rómverja, spurði Jesú: „Ert þú konungur Gyðinga?“ „Hvað hefur þú gert?“ Jesús svaraði: „Mitt ríki er ekki af þessum heimi. Væri mitt ríki af þessum heimi hefðu þjónar mínir barist svo ég yrði ekki framseldur Gyðingum. En nú er ríki mitt ekki þaðan.“ (Jóh. 18)
Þetta svar varð til þess að Pílatus, fulltrúi hins veraldlega valds, fann ekki neina sök hjá honum. En vegna þrýstings frá ráðinu og æðstu prestunum var hann krossfestur. „Og yfirskriftin um sakargift hans var svo skráð: KONUNGUR GYÐINGA.“ Hún var á þremur tungum, hebresku, latínu og grísku. Þetta voru höfuðtungumál heimsins. Af því dregur Hallgrímur Pétursson þá ályktun að öllum þjóðum skyldi boðað fagnaðarerindið:
Í þrenns lags tungum var þetta skráð,
því að vor herrann mildi
vildi sín elska, ást og náð
allri þjóð boðast skyldi.
Hvert tungumál
með huga og sál
heiðri þig, Jesú góði,
sem kvölin þín
og krossins pín
keypti frá syndamóði.
(Passíusálmur 35)Þegar vitringarnir frá Austurlöndum komu til Jerúsalem, leiddir af stjörnu, spurðu þeir: „Hvar er hinn nýfæddi konungur Gyðinga?“ Er þeir fundu hann færðu þeir barninu, gull, reykelsi og myrru. Gullið var gjöf handa konungi, reykelsið handa presti og myrran fyrir lækni. Við fæðingu hans var hinn konunglegi titill nefndur yfir honum og gjafirnar gáfu til kynna hvers konar konungur var að koma í heiminn. Hann skyldi ríkja sem konungur konunga, vera prestur hins hæsta að hætti Melkísedeks og fyrir hann skyldu allar þjóðir lækningu hljóta.
Er Jesús kvaddi lærisveina sína voru hans síðustu orð: „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gerið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður og sonar og heilags anda og kennið þeim að halda allt það sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar.“ (Mt. 28)
Hér talar ekki konungur einnar þjóðar heldur alls heimsins. Jesús þekkti hlutverk sitt er hann mætti þjáningu sinni og dauða. En upprisinn frá dauðum var skipun hans altæk. Páskar eru hátíð konungs kærleikans og náðarinnar. Ríki hans er ekki af þessum heimi, en það á að hafa djúp og varanleg áhrif á hverja mannssál. Hallgrímur Pétursson setur þetta svo fram í Passíusálmi 35:
Gefðu að móðurmálið mitt,
minn Jesú, þess ég beiði,
frá allri villu klárt og kvitt
krossins orð þitt út breiði
um landið hér
til heiðurs þér,
helst mun það blessun valda,
meðan þín náð
lætur vort láð
lýði og byggðum halda.
Gleðilega páska
Sr. Magnús Björn Björnsson
St. Jóh. Fjölni
uppfært 13. mars 2016
Pistlar stofnenda Fjölnis
Það var á árinu 2014 sem okkur í vefnefnd Fjölnis datt í hug hvort hægt væri að fá stofnendur Fjölnis til að skrifa smá pistla um starfið í stúkunni eða hvað annað sem þeir vildu koma á framfæri. Síðan við sendum út fyrsta póstinn hafa 10 brr. brugðist við og sent okkur pistla. Nöfn þeirra eru hér að neðan og eru birt í þeirri röð sem birting hvers pistils átti sér stað:
Halldór Sigurður Magnússon
Kristján S. Sigmundsson
Gísli Benediktsson
Grétar H. Óskarsson
Lárus Johnsen Atlason
Ólafur Stephensen
Skúli Jón Sigurðarson
Helgi Bragason
Þorsteinn Sigurður Þorsteinsson
Þorsteinn Sv. Stefánsson
Fyrir hönd Fjölnis-brr. vill vefnefndin þakka þessum brr. að deila með okkur sinni reynslu og sýn sem frímúrarastarfið hefur fært þeim.
Ef einhver stofnandi sem ekki hefur skrifað pistil, klæjar í fingurna að skrifa einn slíkan, þá munum við að sjálfsögðu þakka fyrir og birta hann. En það verður þá að gerast fyrir lok þessa starfsárs.
Vefnefnd Fjölnis/IH
uppfært 5. mars 2016
Styttist í starfslok
Það voru 56 brr. sem mættu á síðasta upptökufundinn í stúkunni okkar Fjölni 1. mars s. l. Fundurinn var til mikillar fyrirmyndar. Talað var til hins ókunna leitanda með sérstökum hætti og þá var erindi Rm. einstaklega fræðandi. Rætt var um skjaldarmerki Fjölnis og uppbyggingu þess þegar kemur að litum og táknum sem prýða merkið. Þetta eru upplýsingar sem við Fjölnis-brr. þurfum ávallt að huga að. Það er mikill vísdómur geymdur í þessu skjaldarmerki. E.t.v. gefst okkur tækifæri á að birta þennan fyrirlestur síðar á réttum vettvangi.
Við brr.-máltíðina kom fram að fundur á III° sem átti að vera 8. mars nk. fellur niður en í stað þess verður farið í heimsókn til stúkunnar Glitnis. Frekari upplýsingar um þennan fund verður að finna á síðunni okkar innan tíðar.
Og ekki má gleyma stórum, myndarlegum og afar bragðgóðum snitsel sem boðið var upp á. Það má segja að hann hafi sett punktinn yfir i-ið.
Vefnefnd Fjölnis/IH
uppfært 5. mars 2016
Síðasti upptökufundur hjá Fjölni á starfsárinu
Kæru Fjölnisbræður
Þriðjudaginn 1. mars verður síðasti upptökufundur starfs- ársins á I° hjá okkur Fjölnis- bræðrum.
Hvetjum við alla brr. að koma á fundinn og taka með sér gesti. Það er gott að fara yfir upptökuna í síðasta sinn áður en brr. hverfa inn í birtu vorsins.
Vefnefnd Fjölnis/pki
uppfært 29. febrúar 2016
Fræðslufundur á III°
Næstkomandi þriðjudag verður fræðslufundur á III° í staðinn fyrir upptöku. Þetta er í þriðja sinn sem þetta fyrirkomulag, að hafa fræðslufund í stað hefðbundins upptökufundar, verður viðhaft hjá okkur í Fjölni og hefur gefist afar vel. Mæting hefur verið með afbrigðum góð og fræðsluerindin slegið í gegn.
Á þessum fundi verða flutt tvö fræðsluerindi. Fyrra erindið flytur Baldur Vignir Karlsson og nefnir hann það „Ferðalagið“. Þetta er frumraun Baldurs á þessu sviði hjá okkur. Aðalfræðsluerindi kvöldsins flytur sr. Magnús Björn Björnsson, 1. vararæðumeistari, og verður það án efa einkar fróðlegt, eins og fyrri erindi hans gefa vísbendingu um.
Allir bræður, sem til þess hafa stig, eru hvattir til að koma og taka þátt í fróðlegum fundi.
Fræðslunefnd Fjölnis
uppfært 22. febrúar 2016
Orð eru til alls fyrst
Það voru 54 brr. sem mættu á fund Fjölnis 16. febrúar s. l. Þar af voru fjórir gestir. Einhverjar getgátur voru um að brr. væru eitthvað þyngri í annan endann eftir systrakvöldið. Rm. hélt fyrirlestur þar sem rætt var m. a. um tungumálið og þau orð sem byggja það upp. Farið var yfir orð sem tengjast starfi frímúrara sérstaklega og hafa þess vegna aðra tilfinningu fyrir okkur brr. en gengur og gerist í almennri málnotkun, þó merkingin sé alltaf svipuð.
Þrír emb.-menn gegndu skyldum sínum í fyrsta sinn og gekk mjög vel. Það minnir okkur á hversu gríðarlega miklu máli skiptir að stúkur hafi á að skipa öflugum emb.-mönnum. Stúkan okkar Fjölnir hefur verið einstaklega heppin hvað þetta varðar. Emb.-menn stúkunnar hafa alltaf haft mikinn metnað og dugnað, svo tryggt sé að hver fundum sé til fyrirmyndar. Við brr. sem njótum þeirra forréttinda að upplifa fundinn úr sætum okkar eigum þessum mönnum mikið að þakka.
Við brr.-máltíðina sagði Svend Richter, formaður ferðanefndar okkur að búið væri að ákveða hvenær farið yrði til Berlínar. Lagt verður af stað 29. september og komið til baka 3. október. Gengið hefur verið frá flugfari fyrir 90 aðila, systur og bræður og hóteli á sérlega góðu verði svo það verða væntanlega margir um hituna að komast til Berlínar. Frekari upplýsingar um ferðina verða birtar innan tíðar. Þá er í undirbúningi vorferð en upplýsingar um hvernig henni verður háttað mun einnig birtast fljótlega.
Á laugardaginn verður svo frl.-fundur á III°. Dagskrá þess fundar verður birt á morgun.
Þegar menn gengu úr húsi eftir þennan frábæra fund blasti við snjóhvít ábreiða sem veðurguðirnir höfðu skenkt okkur. Ekki leiðinleg sjón.
Vefnefnd Fjölnis/IH
uppfært 17. febrúar 2016
Góð mæting og mikið fjör á Systrakvöldi Fjölnis og Mímis
Laugardaginn 13. febrúar hittust brr. og systur á árlegu Systrakvöldi og var mæting frábær og andinn eftir því.
Kvöldið hófst á sameiginlegri stund í Hátíðarsal þar sem Dagbjört Andrésdóttir söng m.a. nokkur lög við undirspil br. okkar Ólafs Finnssonar. Því næst var farið í samstillingu á marmaranum og hófst svo borðhaldið en sumir brr. höfðu lagt mikið verk í að gera það sem veglegast úr garði.
Ekki þarf að taka fram að matseðillinn hefði sómt sér á bestu veitingahúsum landsins og var Reyni kokki klappað lof í lófa.
Finnur Tómasson flutti Minni fósturjarðarinnar og Magnús B. Björnsson Minni systranna. Var gerður góður rómur að báðum erindum. Elín Hrefna Garðarsdóttir talaði til brr.
Þótt segja mætti að öll dagskráin hafi verið ein einstök skemmtidagskrá þá verður ekki á aðra hallað ef Gísli Einarsson sé tekinn út fyrir sviga. Hann flutti pistil svo góðan að sumar systurnar þurftu að púðra sig að nýju og bræður að strjúka tár af hvammi svo lítið bæri á.
Bros gesta lýstu upp rýmið og var birtan eins og á stjörnubjörtum himni.
Eftir borðhald tók HR Bandið við og spilaði fram á nótt.
Vegna hlaupársins í ár verða bræður og systur að bíða í 366 daga eftir næsta Systrakvöldi en ef það kvöld verður í líkingu við þetta þá verður biðin þess virði.
vefnefnd Fjölnis/pkí
uppfært 15. febrúar 2016
Fundur á I° framundan
N.k. þriðjudag 16. febrúar er næstsíðasti upptökufundur í stúkunni okkar á þessu starfsári. Það minnir á hversu hratt tíminn líður og hversu afstæður hann er í raun. Það teygist á honum eins og fram kemur í fréttum þegar vísindamenn greindu þyngdarbylgjur í fyrsta sinn. En þetta var nú Einstein búinn að átta sig á fyrir 100 árum. En við Fjölnis-brr. fylgjum okkar bylgju sem ber okkur á þennan fund okkur til gleði og ánægju. Vefnefndin vonast til að sjá ykkur sem flesta þar og náttúrlega tímanlega.
Nú þegar daginn tekur að lengja fyllast menn leikgleði og horfa fram á birtu og yl. Smellið á myndina af Bach hér að neðan og sjáið sjö frábæra sellóleikara bregða á leik með meistaranum mikla. Leikgleðin þarf að búa í okkur alla okkar daga, því hvað er skemmtilegra en að gefa sig henni á vald.
Vefnefnd Fjölnis/IH
uppfært 12. febrúar 2016
Kvöld ársins er næsta laugardag
Brr. í R. búa við þann lúxus að geta hist allt að vikulega í góðra drengja hópi og notið kvöldstundar saman. Og eins dásamleg kvöld og þetta eru, þá erum við líklega allir sammála að þau jafnist ekki á við kvöldstundina, ár hvert, þegar við bjóðum systrum okkar að mæta með okkur.
Nú er miðasölu á systrakvöldið lokið og ljóst að það verður góður hópur brr. sem mun klæða sig í hvíta spari-gallann næstkomandi laugardag og bjóða betri helmingnum upp í dans … hvort sem það verður dans á fótum, bragðlaukum eða í almennri gleði og félagsskap.
Þeir brr. sem sjá sér því miður ekki fært að mæta í ár, geta beðið spenntir eftir næstu frétt vefnefndarinnar … þar sem við munum greina vel frá því sem gerðist þetta góða kvöld.
Sjáumst sem flestir, Fjölnis og Mímis brr.
Vefnefnd Fjölnis / HL
uppfært 11. febrúar 2016
Minningar sem gleymast ekki
Br. okkar Þorsteinn Sigurður Þorsteinsson sem jafnframt er einn af stofnendum Fjölnis, hefur skrifað pistil þar sem hann lýsir þeirri einstöku tilfinningu sem hann upplifði við upptöku sína þegar hann gekk í stúkuna Mími. Tilfinning sem við deilum allir með honum.
Hann varð svo einn af stofnendum Fjölnis og gegndi þar ýmsum embættum stúkunni okkar til styrktar. Hann þakkar fyrir frábært vegarnesti í fyrirséðu brauðstriti í komandi störfum í hinum ytra heimi. Þar erum við honum allir sammála.
Vefnefnd Fjölnis/IH
uppfært 04. febrúar 2016
Upptaka sem ekki gleymist
Þorsteinn Sigurður Þorsteinsson
Kæru bræður.
Það er mikið ílagt og vandaverk að setja niður vitrænt skrifelsi um Regluna okkar, skrifelsi sem lýsi á fullnægjandi hátt jákvæðum vettvangi manna sem með samhentu átaki settu saman umhverfi starfsstúku Frímúrara reglu, sem byggði á ævagömlum siðum og reglum um jöfnuð, mannkærleika og miskunnsemi.
Einnig er það ærið vandaverk að tileinka mér þau margþættu, en um leið jákvæðu og verðmætu áðurgreindu undirstöðuatriði, sem eru öll afar veigamikil.
05.02.2016
Þannig eyðist dýrð heimsins
Fyrsti upptöku fundurinn á I° hjá Fjölni á þessu ári fór vel í brr. bæði andlega og líkamlega enda boðið upp á þorramat með réttum drykkjarföngum. Einn erlendur gestur, Patrik frá stórstúkunni í Paris varð svo hrifinn af matnum og meðlæti að hann bauð öllum Fjölnisbræðrum í heimsókn ef þeir ættu leið framhjá.
Fyrsti vararæðumeistari flutti mjög áhugaverða ræðu um tákn og verkfæri sem við berum allir og sverð andans sem kennir okkur enn og aftur hversu mikið er fólgið og falið í þeim táknum sem eru allt í kringum okkur.
Tekið var vel á móti nýjum br. og embættismenn fóru vel með sitt. Viðar og Haukur voru í fyrsta sinn í embætti varastólmeistara og ritara og fórst það vel úr hendi.
Sex gestir mættu á fundinn en fjöldi brr. var 67. Voru þeir minntir á Systrakvöldið en sala miða verður í Regluheimilinu næstkomandi laugardag og sunnudag.
Þegar fundi lauk og brr. komu út undir bert loft tók á móti þeim dansandi norðurljósin eða þannig leit það að minnsta kosti út hjá þeim sem höfðu fengið sér annan umgang af þorramatnum.
vefnefnd/pkí
uppfært 04. febrúar 2016
Þorrafundur á I°
Kæru Fjölnisbræður
Þriðjudaginn 2. febrúar verður fundur hjá okkur á I°. Þorrinn er genginn í garð eins og finna má bæði á lykt og kulda sem umvefur okkur. Þá er gott að mæta í salarkynni stúkunnar og láta hlýju brr. ylja sér stund. Hver veit nema brr. fari einnig vel mettir heim á leið.
Þá gefst tækifæri til að leggja drög að "sammenkomst" fyrir Systrakvöldið sem verður laugardaginn 13. febrúar og deila eldri sögum frá þeim kvöldum. Að venju verður upptaka h.ó.l.
Mikið væri gaman að sjá sem flesta Fjölnisbræður á fundinum og allir gestir eru hjartanlega velkomnir.
Vefnefnd Fjölnis/pki
uppfært 01. febrúar 2016
Hnippum í br. og mætum á fund
Þegar líður að janúar lokum og myrkrið farið að gefa eftir er fátt betra en halda á fund í stúkunni okkar Fjölni.
Á þriðjudag verður III° fundur hjá Fjölni í Regluheimilinu Bríetartúni 5.
Venju samkvæmt hvetjum við brr. til þess að fjölmenna líkt og á síðasta fundi á III° sem var óvenju fjölmennur.
Mætum tímanlega og hnippum í br. og fáum hann með okkur til fundar.
Vefnefnd Fjölnis/SKR
uppfært 25. janúar 2016
Fræðslufundur á II° 23. janúar
Fræðslufundur um II. stigið verður haldinn nk. laugardag þann 23. janúar kl. 11 í hátíðarsalnum.
Fundurinn er sérstaklega ætlaður bræðrum sem nýlega fengu frömun til II. stigs, en er auðvitað opinn öllum bræðrum sem hafa stig til þátttöku.
Á fundinum mun br. Einar Kristinn Jónsson fara yfir helstu atriðin í innihaldi stigsins með vísan til þess sem fram kemur á II° fundi. Þá mun S. Ólafur W. Finnsson taka nokkur dæmi á hljóðfæri um táknmál tónlistarinnar, sem skipar veigamikinn sess á II° fundi.
Hér er kærkomið tækifæri til að kynnast nánar efni og innhaldi þessa fallega stigs. Allir bræður, sem til þess hafa stig, eru hvattir til að koma.
Fræðslunefnd Fjölnis
uppfært 22. janúar 2016
Frábær H & V fundur Fjölnis
Það var strax ljóst þegar komið var að Regluheimilinu að þetta yrði fjölmennur fundur. Fjöldi prúðbúinna brr. streymdu að og niðurstaðan var að 113 brr. sátu fundinn. Að auki heiðraði SMR og fylgdarlið hans okkur með nærveru sinni. Slíkir fundir eru alltaf einstakir og ekki síst á fundi sem þessum.
Tónlistin skipaði stóran sess að venju og var flutt af glæsibrag. Rm. flutti fræðsluerindi þar sem hann ræddi um töluna 29 og hvernig hún tengist ýmsum hlutum í lífinu. Vel við hæfi á 29 ára afmæli stúkunnar. Stm. flutti síðan erindi um starfið og fór yfir það helsta í sögu Fjölnis. Hann lét þess jafnframt getið að stofnuð hefði verið afmælisnefnd sem myndi sjá um alla framkvæmd sem tengist 30 ára afmæli stúkunnar. Í nefndinni eru vanir menn og vandaðir sem munu örugglega skila frábærum árangri.
Og síðan kom að brr. máltíðinni og var þar hvergi til sparað í kjöti og viðbiti. Í aðalrétt var borin fram steikt nautalund með piparsósu, timjan kartöflum og steiktu grænmeti. Og ekki var eftirrétturinn síðri, Marengs kaka með hindberja-rjóma. Og síðan kaffi og te.
Frábær afmælisfundur sem gladdi alla brr. sem hann sóttu.
Vefnefnd Fjölnis/IH
uppfært 21. janúar 2016
H & V fundur Fjölnis bíður okkar brr.
N. k. þriðjudag 19. janúar verður H & V fundur í stúkunni okkar í tilefni af 29 ára afmælis Fjölnis. Nú er það svo að Fjölnis-brr. hafa mismunandi möguleika að komast á fundi í stúkunni. Við í vefnefndinni hvetjum brr. okkar eindregið til að haga málið þannig að mætt sé á þennan fund. Miklu skiptir að sem flestir brr. mæti og njóti þessarar stundar saman. Bæði fundarins og ekki síður brr.-máltíðarinnar. Og svo er þetta ljómandi góð æfing fyrir hliðstæðan fund á næsta ári þegar Fjölnir á 30 ára afmæli.
Smellið á myndina hér að neðan og látum Papageno bjóða okkur til veislu með blæstri úr töfraflautunni sinni. Og hlýðum kalli hans. Það er sannarlega þess virði.
Vefnefnd Fjölnis/IH
uppfært 17. janúar 2016
Fjölnisbræður fjölmenntu
Síðastliðin þriðjudag var haldinn fyrsti III° fundurinn í St. Jóh. st. okkar Fjölni á þessu ári, þar sem einn br. ferðaðist og varð virðulegur.
Fundurinn var áhrifamikill eins og venja er. Ræða v.Rm. Reynis Arngrímssonar var góð með skemmtilegum tilvísunum í Hávamál og maturinn stóð að venju fyrir sínu. Einnig þótti hinn nývígði meistari bæta miklu við kvöldið með skemmtilegum orðum.
Það var hinsvegar fjöldi brr. á fundinum sem var einna eftirtektarverðastur … en var þetta næst-fjölmennasti III° fundur Fjölnis frá stofnun Fjölnis. 44 brr. mættu þennan kalda þriðjudag og nutu samverunnar. Fjöldinn var slíkur að færa þurfti borðhaldið í stærri salarkynni. Aðeins einu sinni hefur verið fjölmennari fundur, sem þá taldi 45 brr.
Þessi góða mæting Fjölnis brr. á III° fund er mikið ánægjuefni og vonar vefnefndin að sjá þessa mætingu halda áfram á komandi fundum í vetur.
Þetta er einnig gott tækifæri að minna Fjölnis brr. á kaffisopann alla sunnudaga, eftir bókasafnslesturinn. Þar er einstaklega gott að hittast og tala um öll lífsins málefni.
Vefnefnd Fjölnis / HL
uppfært 15. janúar 2016
Systrakvöld St. Jóhannesarstúknanna í Regluheimilinu 2016
Glæsilegur matseðill, vönduð skemmtiatriði, hljómsveit og falleg sérhönnuð systragjöf.
Gimli og Glitnir 6. febrúar.
Mímir og Fjölnir13. febrúar.
Edda, Sindri og Lilja 20. febrúar.
Við færum okkur upp um eina
Kæru brr.
Eftir fjölmennan, vel heppnaðan og í alla stað frábæran fyrsta fund vetrarins í síðustu viku, sem var á II°, er engin ástæða að sitja of lengi heima. Komandi þriðjudag færum við okkur upp um eina gráðu og fjölmennum án efa á fyrsta III° fund ársins 2016.
Við hlökkum til að sjá ykkur sem flesta.
Vefnefnd Fjölnis / HL
uppfært 11. janúar 2016
Vinaböndin hnýtt á nýju ári - eftiráfrétt af II° fundi Fjölnis
Góð þátttaka var á II°fundi Fjölnis í gærkvöldi en 74 bræður voru á honum og þar af fjórir gestir.
Þegar sól fer að hækka á lofti eftir vetrarsólstöður og daginn að lengja er stundum sagt að munurinn nemi hænufeti á dag. Það var augljóst á fundinum að fjöldi hænufeta frá vetrarsólstöðum fór vel í bræðurna, létt var yfir öllum undir fögrum tónum enda framfarir í öllu því sem gott er. Bræðurnir gengu í takt og treystu vinaböndin.
Tveir bræður okkar, Davíð og Halldór Jökull voru í embætti í fyrsta sinn og fórst það vel úr hendi og ekki síður öllum þeim bræðrum sem komu að framkvæmd fundarins.
Svend ræðumeistari fjallaði um inntak II° stigsins og voru bræður minntir á að Fjölnir verður með fræðslufund um II° stigið laugardaginn 23. janúar kl. 11:00 í Hátíðarsalnum. Verður sérstaklega fjallað um tónlistina og merkingu hennar með lifandi tóndæmum og margt mun þá upp ljúkast fyrir alla þá bræður sem vilja njóta. Eru bræður hvattir til að mæta því heyrn er sögu ríkari.
Kokkurinn var svo með léttan þorsk með kryddhrísgrjónum og fersku salati sem bersýnilega var ekki vanþörf á því ekki var líkara en að meðalþyngd stúkunnar hefði eitthvað aukist yfir hátíðarnar.
Vefnefnd Fjölnis/pki
uppfært 6. janúar 2016
St. Jóh. Rannsóknastúkan SNORRI nr. 14
Rannsóknarstúkan Snorri boðar til fræðafundar mánudaginn 11. janúar 2016 sem opinn er öllum bræðrum með VI° eða hærra í Reglunni.
Fyrirlesari er br. Árni Leósson X° Rm. St.Jóh.st. Eddu.
Fyrsti og eini fundur ársins á 2°
Kæru Fjölnisbræður
Fyrsti fundur ársins 2016 verður haldinn 5. janúar og er hann eini fundur okkar á II°á árinu. Látið því ekki þetta tækifæri til að sameinast í bróðurkærleik fram hjá ykkur fara. Talnaspekin segir okkur að árið 2016 feli í sér mikla áskorun um að brjótast úr hlekkjum þægindarammans og kröfu um að sýna ákveðna fyrirhyggjusemi í hugmyndafræðilegum breytingum.
Vefnefnd Fjölnis óskar öllum bræðrum gleðilegs árs. Nú er enn eitt tækifærið komið til að breiða út vængina okkar og njóta ársins sem fer í hönd. Hlökkum við til að sjá sem flesta Fjölnisbræður á fundinum og allir gestir eru hjartanlega velkomnir.
Vefnefnd Fjölnis/pki
uppfært 4. janúar 2016
Aðventuhugleiðing Fjölnis 2015
Aðventan og jólin eru tíðir og hátíðir þar sem fjölskyldan á samveru og samvistir. Þegar öllu er á botninn hvolft, langar okkur mest til að vera hjá ástvinum okkar. Hjá flestum eru þau tilhlökkunarefni með tilheyrandi stressi í undirbúningi. En hjá sumum eru þau erfið, jafnvel sár tími. Þau sem hafa misst ástvin, finna fyrir skarðinu, sem ekki er hægt að fylla. Einhverjir kvíða vegna þess að þau hafa ekki efni á að gera sér dagamun. Aðallega kemur það niður á börnunum.
Guði sé lof fyrir þau sem rétta hjálparhönd fyrir jólin og hjálparstofnanir sem vinna afar gott starf. Svo eru það ýmis félög og einstaklingar sem eru reiðubúnir að færa okkur prestunum gjafir, sem við getum komið áfram til þurfandi.
Til er frásögn af Ívani góða sem vildi kynnast þjóð sinni, því hann hafði alla ævi verið alinn upp í höll og meðal ríkra aðalsmanna. Hann tók það ráð að klæðast eins og beiningarmaður, og ákvað að fara á milli þorpa og knýja dyra og beiðast gistingar. Alls staðar þar sem hann kom var honum ekki vel tekið. Hann fór þorp úr þorpi, hús úr húsi. Þegar fólk vissi að hann hafði ekki peninga til að borga með vísaði það honum frá. Í þorpi einu hafði hann farið á milli margra húsa, en alls staðar var honum hafnað. Það var ekki til matur eða næg rúmstæði fyrir svona betlara. Hann kom að mjög hrörlegu húsi þar sem hurðin lafði á annarri hjörinni og glufur voru í veggjunum. Húsráðandi hafði séð til hans og opnaði. Þegar hann heyrði erindið bauð hann honum inn. Hann tjáði honum að hann ætti ekki mikið, en sagði, að honum væri velkomið að deila með fjölskyldunni brauðinu sem þau ætluðu að fara að borða. Einnig sagði hann, að honum væri velkomið að liggja eins og þau á þurru gólfinu. Það væri þó betra en að liggja úti í bleytunni. Eitt barnanna var veikt, en það voru ekki efni til að sækja lækni.
Morguninn eftir kvaddi Ívan góði og sagðist myndi greiða fyrir mat og gistingu síðar. Eftir það fór hann aftur til hallarinnar, skrýddi sig og lét á sig kórónu sína. Hann skipaði svo fyrir að nú skyldu hestar spenntir fyrir konunglegan vagn og farið skyldi til ákveðins þorps. Þegar þangað kom vissu allir þorpsbúar að keisarinn væri kominn í heimsókn. Ívan lét þegar í stað aka sér að heimilinu, þar sem honum hafði verið svo vel tekið. Hann lét hirðlækninn annast barnið og greiddi heimilisföðurnum ríkulega í gulli. Nú sáu allir þorpsbúar eftir því, að hafa ekki tekið betur á móti beiningamanninum. Þannig kynntist keisarinn þjóð sinni.
Af þessari frásögn má draga nokkurn lærdóm og tengja hann boðskap aðventu og jóla: Ívan góði kom sem flækingur til þjóðar sinnar. Hann klæddi sig eins og almúginn, til að kanna hvernig komið væri fram við þá sem verst voru settir. Ívan góði verðlaunaði góðverkið og gestrisnina ríkulega.
Jesús kom úr himnanna dýrð og varð maður. Það er boðskapur jólanna. Kristin trú leggur áherslu á að allir séu jafnir fyrir Guði og að við eigum að koma eins fram við alla. Hún leggur áherslu á gjafmildi, miskunnsemi og hjálpsemi við þá sem eru sjúkir, fátækir eða í fangelsi. Jesús sagði að það sem við gerðum einu af minnstu systkinum hans, gerðum við honum. Hvernig komum við fram við aðra þegar á reynir? Á aðventunni erum við sérstaklega kölluð til hjálpar þeim sem verst eru sett. Við fáum alltaf laun fyrir góðverk. Bæði í þakklæti þiggjandans og í fullvissunni um að hafa létt öðrum lífið, gjört miskunnarverk. Guð gefi þér og þínum gleðileg jól.
Sr. Magnús Björn Björnsson
uppfært 9. desember 2015
Regluhátíð 2016
Regluhátíð Frímúrarareglunnar á ÍslandiLesa meira
verður haldin með hátíðarfundi og veislustúku á I. stigi
laugardaginn 16. janúar 2016.
Fundurinn hefst kl: 15:00 í Regluheimilinu í Reykjavík.
Jólafundurinn, þriðjudaginn 8. desember
Senn líður að lokum þessa starfsárs Jólafundurinn og er hann síðasti fundur þessa árs, þriðjudaginn 8. desember.
Jólafundur Fjölnis er einn af hápunktum vetrarins enda mikið um dýrðir þetta kvöld.
Erindi kvöldsins verður flutt af br. sem yljar brr. alltaf um hjartaræturnar þegar hann mætir til fundar.
Tónlist kvöldsins er á heimsmælikvarða og ekki má gleyma matseðli kvöldsins en jólamáltíðin er brr. alltaf mjög kærkomin.
Við viljum benda brr. á að mæta snemma til fundar því von er á mörgum góðum gestum.
Vefnefnd / SKR
uppfært 7. desember 2015
Táknin í tilverunni
Br. gengur til fundar í stúkunni þriðjudaginn 24. nóvember, falleg upptaka átti sér stað í góðra brr. hópi.
Rm. kvöldsins hélt magnaða ræðu um táknin í tilverunni, tímans tákn og tákn starfsins.
Brr. enduðu frábært kvöld á br. máltíð þar sem blálanga var borin á borð.
Sem fyrr hvertjum við brr. til að mæta á næsta fund sem er árlegi jólafundurinn.
Vefnefnd Fjölnis/SKR
uppfært 27. nóvember 2015
Fræðslufundur um I° laugardaginn 28. nóvember
Laugardaginn 28. nóv kl 11, verður fræðslufundur hjá St. Jóh. stúkunni Fjölni um I°. Siðameistari mun fara yfir öll helstu atriði sem skipta máli til að setja formfagran og áhrifríkan fund. Í framhaldi mun Þórarinn Þórarinnson fv. ræðumeistari Fjölnis fjalla um þetta stig á sinn einstaka og fróðlega hátt. Fundinum lýkur með því að orðið verður gefið laust fyrir umræður, spurningar og svör. Fundurinn byrjar stundvíslag kl 11 og honum lýkur kl 12. Við hvetjum alla bræður til þátttöku og hvetjum Ungbræður sérstaklega til að koma og fræðast um þetta einstaka stig.
Fræðslunefnd Fjölnis / JBB
uppfært 25. nóvember 2015
Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér
Já tíminn lætur ekki að sér hæða brr. mínir og nú er komið að síðasta upptökufundinum á I° í stúkunni okkar á þessu starfsári. Næsti fundur á I° er síðan jólafundurinn 8. desember n. k. Fjölmennum á fundinn þriðjudaginn 24. nóvember og njótum samverunnar hver með öðrum ásamt því að taka við nýjum ókunnugum leitanda í okkar hóp.
Vefnefnd Fjölnis / IH
uppfært 22. nóvember 2015
Fundað í skjóli H&V
Þriðjudagurinn 17. nóvember var nóg um að vera í Regluhúsinu okkar, því tveir H&V fundir voru haldnir og því þétt setið um allt hús. Á sama tíma héldum við Fjölnis brr. hógværan en frábæran fund á meistarastiginu, þar sem einn Fjölnisbr. ferðaðist upp á nýja gráðu.
Eftir gratíneraðan fisk í sjóðandi heitum formum úr eldhúsinu, hélt br. Jón Bjarni Bjarnason, Rm., skemmtilegt erindi um andstæðurnar í lífinu. Ljósið og myrkrið. Hið góða og hið illa.
Og eftir það fengu brr. við kvöldverðinn enn að njóta, því Vm., Leópold Sveinsson, fór með falleg orð í skugga skelfilegra atburða síðasta föstudags í París. Orð sem án efa skildu eftir umhugsunarverða punkta hjá þeim sem við borðið sátu.
Með hlýju og br.kærleik fóru síðan brr. út í kalt nóvemberkvöldið heim á leið.
Með þökk fyrir góðan fund,
Vefnefnd Fjölnis / HL
uppfært 20. nóvember 2015
Meistarastúkan kallar!
Lítið er vetur konungur farinn að láta finna fyrir sér þetta árið og því óþarfi að draga fram snjó-bomsurnar til að mæta á fundi. En næsta þriðjudag verður haldinn fundur á III° í St. okkar Fjölni og tilvalið að brjóta upp vikuna og hitta góðan brr. hóp og deila meistaralegri stund.
Við hlökkum til að sjá sem flesta brr. á þriðjudaginn.
Vefnefnd Fjölnis / HL
uppfært 17. nóvember 2015
Það sem þér eigi haldið höndum skiljið þér eigi - eftiráfrétt af 1°fundi Fjölnis
Góð þátttaka var á 1° fundi Fjölnis í gærkvöldi eins og svo oft áður. Þegar skammdegið lengist og rigningin felur birtu stjarnanna lýsir bróðurþelið okkur veg og veitir okkur hlýju. Vel var tekið á móti nýjum bróður og fimm gestir sýndu Fjölnisbræðrum þá virðingu að mæta á fundinn. Þriðji Rm. flutti sitt fyrsta erindi á 1° og fórst það mjög vel úr garði. Lagði m.a. út frá okkar innri manni og hvað reynir á hann nú á tímum mikilla þjóðflutninga. Rm lokaði erindi sínu með ljóði Davíð Stefánssonar Steininn;
Ísgrár steinn
lá hjá alfaravegi,
hvarf í jörðu
með hverjum degi.Fáir vissu,
sem fóru um dalinn,
að í þessum steini
var engill falinn.Ókunnur gestur,
sem enginn treysti,
engilinn fagra
úr fjötrum leysti.Sá máttur fylgir
meistarans höndum,
að leysa fjötraða
fegurð úr böndum.Kokkurinn prufkeyrði jólamatinn og bauð fram meyrt svinasnitzel með nýtýndri sveppasósu, grænum baunum, rauðkáli og jarðeplum. Amstur dagsins var vel að baki þegar bræðurnir snéru heim á leið og stjörnurnar gægðust gegnum skýjahuluna.
Vefnefnd Fjölnis/pkí
uppfært 11. nóvember 2015
Kæru brr.
Næstkomandi þriðjudag 10. nóvember verður hefðbundinn upptökufundur á I°. Nú fer að halla að Aðventu og ekki seinna vænna að koma sér í gírinn. Munum að það jafnast engin gjöf á við Tímann.
Hvetjum við Fjölnis-brr. að fjölmenna og að taka vel á móti h.ó.l. og njóta tímans.
Vefnefnd Fjölnis/pkí
uppfært 7. nóvember 2015
Frábær fundur á meistarastigi
Það voru 34 brr. sem nutu þeirra forréttinda að mæta á III° fund í stúkunni okkar Fjölni 3. nóvember s. l. Ekki þarf að fjölyrða um þá einstöku upplifun sem þetta stig veitir okkur brr. og boðskapur þess er einstakur á alla lund. Þrír emb.m. þreyttu frumraun sína á fundinum og var frammistaða þeirra til mikillar fyrirmyndar líkt og annarra emb.m. Enda var andrúmið á fundinum í samræmi við það.
Við brr. máltíðina ávarpaði Rm. Magnús Björn Björnsson nývígðan meistara og aðra brr. og ræddi um goðsagnir sem tengjast meistarastiginu. Mjög áhugaverðar upplýsingar sem þar komu fram.
Enn eina einstaka kvöldstund áttum við í Regluheimilinu okkar. En regluheimili sem tengjast okkar starfi er að finna víða um heim. Látum fylgja með myndir af fimm slíkum sem hægt er að skoða með því að smella hér.
Vefnefnd Fjölnis/IH
uppfært 5. nóvember 2015
Fundur á III° þriðjudaginn 3. nóvember
Nú sem endra nær er mikilvægt að viðhalda góðu sambandi við menn og guð.
Fundur á III° í stúkunni okkar Fjölni verður haldin þriðjudaginn 3 nóvember.
Vill vefnefnd hvetja alla brr. til að fjölmenna og mæta snemma.
Vefnefnd Fjölnis/SKR
uppfært 2. nóvember 2015
Góðverk og góður fundur
Þriðjudagurinn 27. október var afbragðsgóður dagur. Þeir fjölmörgu brr. sem lögðu leið sína á fund á ungbrr.stiginu hjá Fjölni upplifðu góðan fund, dágóðan anda og afburðagóðan félagsskap. Einstaklega kær og góðlyndur br., sem leiddur var inn af tveimur skapgóðum svaram., bættist í góðsamra brr. hóp.
Tveir brr. emb. í fyrsta skipti með stórgóðum árangri, aðrir emb.m. sýndu trausta og haldgóða takta að vanda og hljómgóð, vel flutt tónlist fyllti salinn. 2.v. Rm. kórónaði svo fantagóða emb.færslu fundarins með ákaflega áhugaverðu og skarpgóðu erindi sem fjallaði um góðverk. Í erindi hans kom m.a. fram að það er innbyggt í mannskepnuna að gera öðrum gott. Rannsóknir sýna að góðverk hafa jákvæðar hliðarverkanir í för með sér. Við góðverk losar líkaminn fram hormón sem kallast oxýtócín, sem einnig er kallað hríðahormón. Oxýtócín framkallar vellíðunartilfinningu og örvar sömu heilastöðvar og þegar við finnum t.d. fyrir ánægju, stundum kynlíf, njótum lista og fegurðar eða notum vímugjafa! Hormónið hefur einnig fjölmargar aðrar jákvæðar verkanir fyrir líkama og sál sem of langt mál væri að tíunda hér.
Fréttaritari taldi að nú lægi loks fyrir vísindaleg skýring á því hví sælla væri að gefa en þiggja en Rm. árétti að það væri kannski ekki fullkomlega rétt. Rannsóknir sýna nefnilega að það er bæði gott að gefa og þiggja. Hvort tveggja losar um oxýtócín og gefur vellíðan. En gjafmildi borgar sig - það er á hreinu!
Uppfullir af oxýtócíni héldu glaðir og hamingjusamir brr. heim á leið eftir góðan fund, mettir af líkamlegu sem andlegu fóðri. Ekki er ólíklegt að þeir komi til með að framkalla meira oxýtócín með góðum verkum í framtíðinni.
Vefnefnd Fjölnis/LS
uppfært 28. október 2015
Í þessum helgu sölum
Þetta söng Sarastró æðstiprestur Sólhofsins, í Töfraflautunni eftir Mozart, þegar brr. voru komnir til starfsins í stúkunni og Pamínu gert ljóst þeir erfiðleikar sem framundan væru.
Með sama hætti minnum við í vefnefndinni á fundinn á I° þriðjudaginn 27. október, þó draga megi í efa sönghæfileika okkar.
Töfraflautan er ótrúlegt sjónarspil og dásamleg tónlist sem tengist Frímúrarareglunni órjúfanlegum böndum
Smellið á tengilinn hér að neðan til að fá forsmekk af því:
Vonumst til að sjá sem flesta brr. á fundinum. Mæting það sem af er vetri hefur verið með eindæmum góð. Höldum því merki á lofti.
Vefnefnd Fjölnis/IH
uppfært 24. október 2015
Fjölmennur og góður III° fundur
Þriðjudaginn 20. október var haldinn hefðbundinn fundur á III stigi í st. Jóh. stúkunni okkar Fjölni.
Þrátt fyrir áhugaverðan leik í meistaradeildinni sama kvöld var mæting með besta móti og var þétt setið á bekkjunum. Bæði í fundar- og matsal.
Br. Reynir Arngrímsson, Rm., talaði til brr. eftir fund og minnti á breyskleikann í okkur öllum og þá eilífu baráttu sem við eigum við hann.
Eldhúsið töfraði fram bragðgóðan kjúkling og eftir góðan kaffisopa skunduðu brr. út í rokið og heim á leið.
Þriðjudagskvöldið var góð samverustund, eins og ávallt.
Vefnefnd Fjölnis/HL
uppfært 22. október 2015
Njótum samverustundar
Nú er farið að glitta í haust-lægðirnar. Þá er fátt betra en að hittast í hlýjum hóp brr. og deila góðri stund.
Þriðjudaginn 20. október verður fundur á III° í st. Jóh. stúkunni okkar Fjölni.
Það er okkar von að sjá sem flesta brr. samankomna og njóta stundarinnar.
Vefnefnd Fjölnis/HL
uppfært 19. október 2015
Fræðsluþingið Andrés IV-V 2015
Fræðslunefnd Fræðaráðs Frímúrarareglunnar á Íslandi
Haldið í Regluheimilinu í Reykjavík sunndaginn 25. október 2015 kl. 14.00.
Fyrir bræður sem hlotið a.m.k. hafa IV°-V°. Klæðnaður og einkenni líkt og á lesfundi.
Gott ráð sem enst hefur vel
Það er br. okkar Þorsteinn Sv. Stefánsson, einn af stofnendum Fjölnis og fyrrverandi Stm. stúkunnar sem bætist nú við í hóp þeirra átta stofnenda sem þegar hafa skrifað pistla um frímúrarastarfið. Pistillinn ber nafnið “Gott ráð”. Þar lýsir Þorsteinn ákvörðun sinni að ganga í stúkuna Mími og til hverra hann leitaði sem meðmælenda. Það var svo Guðni Jónsson sem bauð Þorsteini að vera í hópi þeirra brr. sem stóðu að stofnun stúkunnar okkar Fjölnis. Hann tók því boði sem var heillaspor fyrir Þorstein og Fjölni.
Það er mikilvægt fyrir okkur Fjölnis brr. að kynna okkur stofnun og starf stúkunnar okkar. Þessi pistill gefur góða innsýn ásamt því að útskýra hvað veldur því að menn ákveða að gerast frímúrarar. Njótið þess að lesa pistilinn brr. mínir.
Vefnefnd Fjölnis/IH
uppfært 17. október 2015
Gott ráð
Þorsteinn Sv. Stefánsson
Ég gekk í Frímúrararegluna 5. des. 1983, í St. Jóh. stúkuna Mími. Nokkuð langur aðdragandi var að þessu, en ég var þá nýlega fluttur til Íslands eftir 12 ára dvöl í Gautaborg í Svíþjóð. Þar hafði ég og fjölskyldan kynnst golfíþróttinni og líkað vel. Þess vegna gengum við fljótlega í Golfklúbb Reykjavíkur, og þar kynntist ég Guðmundi S. Guðmundssyni, sem var þá framkvæmdastjóri klúbbsins.
Ég hafði áður kynnst mönnum, sem voru í Reglunni, en upplýsingar um hana lágu ...
17.10.2015
Fyrsti upptökufundur starfsársins á I° og vores norske brödre
Í gærkvöldi var fyrsti upptökufundur starfsársins á I° og var vel mætt þrátt fyrir landsleikinn við Tyrkland, flestir bræðranna hafa núorðið náð góðum tökum á Tímaflakkinu. Fyrir utan að eignast nýjan bróður þá setti það svip sinn á fundinn að þrettán brr. frá norsku St. Jóh. st. Stella Polaris heiðruðu Fjölnisbræður með komu sinni. Stella Polaris st. er frá Tromsö og því var auðvelt að skilja norskuna sem töluð var en margar góðar ræður voru fluttar á báða bóga. Það er alltaf mikil hlýja og skyldleiki milli íslenskra og norskra bræðra og eins og einn norsku bræðranna komst að orði; "Hafið skilur okkur ekki að heldur bindur okkur saman". Var sérstaklega tekið eftir því hvað embættismenn fluttu sinn texta utanbókar.
Ræðumeistari flutti einstaklega innihaldsríkt erindi um musterið og gerði það bæði á íslensku og norsku sem norsku bræðrunum þótti vænt um.
Fyrir utan andlega fæðu á fundinum þá bar kokkurinn fram frábæran fisk (steinbít samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu) með grænpiparsveppasósu og grilluðum grænmetisstrimlum og nýjum kartöflum.
Að lokum voru sendar góðar hugsanir til bróðurs okkar Yngvinns sem þurfti að fara af fundi.
Vefnefnd Fjölnis/pkí
uppfært 14. október 2015
Fyrsti upptökufundur á I° á starfsárinu
Kæru brr.
Næstkomandi þriðjudag 13. október verður fyrsti upptökufundur starfsársins á I°.
Fyrir utan hefðbundin störf þá munu 13 brr. frá norsku Jóhannesarstúkunni Stella Polaris í Tromsø koma í heimsókn til okkar.
Hvetjum við Fjölnis-brr. að fjölmenna og að hitta brr. okkar og frændur frá Noregi fyrir utan að taka vel á móti h.ó.l. og njóta orkunnar.
Fyrir þá brr. okkar sem vilja kynna sér nánar Stella Polaris bendum við á vefslóðina;
http://frimurer.no/loger/stellapolaris/2015.
Með brl. kv.
Vefnefnd Fjölnis
uppfært 11. október 2015
Í rökkrinu síðla þriðjudagsins 7. október mættu fjölmargir br. til fundar í st jóh stúkunni Fjölni
Mikil og góð mæting var enda eftirsóknarvert að mæta til fundar á III° og skerpa á gildunum.
Fundurinn var einstaklega áferðarfallegur og vel heppnaður í alla staði og hvetur vefnefnd Fjölnis br. til að fjölmenna.
Vefnefnd Fjölnis/SKR
uppfært 08. október 2015
Í upphafi starfsárs er gott að huga að gildunum
Þriðjudaginn 6. Október verður fundur á III gr. í st Jóh stúkunni okkar Fjölni.
Hvetjum við sem flesta til þess að mæta enda alltaf gott að huga að gildunum í góðra br. hópi og gæða sér síðan í lokin á góðum mat.
Vefnefnd Fjölnis/IH
uppfært 05. október 2015
Einstaklega ánægjulegur upphafsfundur
Það voru 72 brr. sem mættu á fyrsta fund vetrarins í stúkunni okkar. Af þeim voru þrír gestir. Það ríkti gleði og væntumþyggja í hópnum þegar menn hittust eftir sumarið. Á fundinum var farið yfir síðasta starfsár og Rm. flutti fyrirlestur um umgjörð starfsins og hvernig það fléttast inn í þær skyldur og dyggðir sem okkur er skylt að iðka. Gott vegarnesti inn í vetrarstarfið.
Á fundinum kom einnig fram að á næsta I° fundi sem verður 13. október n. k. munu 13 brr. frá norsku Jóhannesarstúkunni Stella Polaris í Tromsø koma í heimsókn til okkar. Hvetjum Fjölnis-brr. að fjölmenna á þann fund til að hitta brr. okkar og frændur.
Það var gómsætur snitsel sem borinn var fram við brr-máltíðina. Að henni lokinni fengu menn sér kaffibolla fyrir heimferðina og glöddu hverjir aðra með glensi og skemmtilegheitum.
Næsti fundur Fjölnis verður svo á III° 6. október. nk.
Vefnefnd Fjölnis/IH
uppfært 01. október 2015
Ljósið tendrað á ný
Þá fer veturinn að láta á sér kræla með öllum þeim ánægjustundum sem honum fylgja. Fyrsti fundur í stúkunni okkar Fjölni 29. september, er ein slík ánægjustund. Hér er um að ræða Fjhst. á I° . sem hefst kl. 19:00. Það verður afar ánægjulegt að hittast á ný eftir sumarið.
Stefán Konráðsson, Stm. Fjölnis sendi okkur brr. póst fyrir stuttu þar sem hann fór yfir helstu atriði á dagskrá vetrarins. Skilaboð hans enduðu á þann veg að hann hvatti alla brr. að stunda stúkustarfið vel í vetur, fylgjast vel með og hvetja hvorn annan í leik og starfi. Svörum kalli Stm. okkar og fjölmennum á fyrsta fund Fjölnis.
Vefnefnd Fjölnis/IH
uppfært 26. september 2015
Tónlist sem tengist Fjölni
Og enn bætist við pistill frá einum af stofnendum Fjölnis. Nú er það br. okkar Helgi Bragason, fyrsti söngstjóri Fjölnis sem skrifar einstaklega áhugaverðan pistil sem hann kallar "Þegar akurinn var plægður". Hann fjallar þar um starfið og tónlist sem tengist stúkunni okkar.
M. a. skrifar hann um lag sem við Fjölnisbrr. heyrum flutt í lok hvers 1° fundar án þess þó að margir okkar þekki til þeirrar sögu sem liggur að baki laginu. Þegar þið brr. eruð búnir að lesa pistilinn verðið þið margs vísari um þetta lag og aðra tónlist sem tengjast stúku og starfi.
Vefnefnd Fjölnis/IH
uppfært 19. mars 2015
Þegar akurinn var plægður
Helgi Bragason
Ég gekki í Mími í desember 1979. Eftir sex ára veru í Mími var ég fenginn til liðs við undirbúning að stofnun nýrrar stúku. Það eru mikil forréttindi að vera þátttakandi í stofnun nýrrar stúku, sérstaklega var undirbúningurinn skemmtilegur undir stjórn Vals Valssonar. Ég var svo heppinn að fá að verða fyrsti söngstjóri í stúkunni Fjölni og lít alltaf til undirbúningsáranna og einnig fyrstu starfsáranna með þakklæti og hlýhug.
Bróðir Sigfús Halldórsson var beðinn um að semja lag, Fjölnislag fyrir hina ...
19.03.2015
Einstakur upptökufundur og gifturíkt starf
Það er br. okkar Skúli Jón Sigurðarson sem skrifar nýjan pistil sem einn af stofnendum Fjölnis. Pistillinn ber nafnið “Í kærleika og bróðurhug” og er einstaklega áhugaverður. Hann segir þar frá viðamiklu starfi sínu innan Reglunnar og einnig má lesa um afar sérstæðan fund þegar Skúli Jón var tekinn inn í Regluna. Það á eftir að koma mörgum á óvart hver stjórnaði þeim fundi. Fjölnis-brr. munu komast að því þegar þeir lesa þennan frábæra pistil.
Skúli Jón sendi pistilinn til okkar í vefnefndinni án nokkurrar íhlutunar af okkar hálfu. Hann sagði okkur að hann hefði byrjað að lesa pistlana og ákveðið í framhaldi að skrifa sinn pistil. Því eins og hann sagði “Þarna er nú einu sinni sagan”. Og það er hárrétt. Það skiptir svo miklu máli að sögunni sé haldið til haga. Brr. okkar og stofnendur Fjölnis eru einmitt að byggja það musteri með hverjum pistli sem þeir skrifa.
Vefnefnd Fjölnis/IH
uppfært 6. mars 2015
Í kærleika og bróðurhug
Skúli Jón Sigurðarson
Ég þekkti Andrés Andrésson klæðskera mjög vel, en hann var bróðir stjúpa míns og ég leigði hjá honum í Suðurgötu 24 eftir1958, meðan ég var í Háskólanum og starfaði sem kennari. Andrés var trúaður, vandaður og góður maður og hafði mikla dulræna hæfileika. Ég vissi að hann var frímúrari og að hann fór reglulega á fundi þar. Ég fékk áhuga á Reglunni og fór að reyna að lesa mér til um eðli og tilgang hennar. Reyndi að fræðast af Andrési og sannfærðist um að þarna væri mannbætandi félagsskapur reistur á kristilegum grunni.
20.02.2015
Einföld og skemmtileg hönnun undir lögreglueftirliti
Ólafur Stephensen
Stundum er sem óviðráðanleg verkefni sæki að manni. Ekki nóg með það. Þessi ágætu verkefni eru oft á tíðum svo skemmtilega einföld að það er ekki nokkur vandi að vinna þau. Þetta finnst manni – þangað til að allt fer í strand. Alls konar vandamál verður að leysa,- vandamál, sem enginn hafði gert sér grein fyrir í upphafi. Og verkefnið, þetta “einfalda og skemmtilega” breytist skyndilega í vandamál, sem kemur manni til að spyrja sjálfan sig: “Hvað í ósköpunum ertu búinn að ...
20.02.2015
Hönnun og frágangur skjaldarmerkis Fjölnis
Nú hefur bæst við nýr pistill frá einum af stofnanda Fjölnis. Sá sem hann skrifar er br. okkar Ólafur Stephensen. Í pistlinum fjallar hann um hönnun og frágang skjaldarmerkis Fjölnis, en það verkefni var honum falið í tengslum við stofnun stúkunnar okkar.
Hér fjallar hann m. a. um hvernig "einfalt og skemmtilegt" verkefni vindur upp á sig með ýmsum ófyrirséðum vandamálum. En vandamálin eru til að leysa þau eins og skjaldarmerkið okkar er lýsandi dæmi um og hversu vel tókst til með verkefnið allt þegar upp var staðið.
Vefnefnd Fjölnis/IH
uppfært 20. febrúar 2015
Að feta í sömu fótspor
Lárus Johnsen Atlason
Það mun hafa verið snemma árið 1976 sem ég bað föður minn um liðsinni við að ganga í raðir Frímúrara.
Hann tók málaleitan minni vel og eftir að við höfðum rætt þessa ósk mína okkar í milli sá hann alfarið um umsóknina, svo mjög að ég vissi ekki hver hinn meðmælandi minn var.
Það var hins vegar þegar farið var að líða á árið 1977 að ég ynnti föður minn eftir gangi mála, en hann var þá starfandi skipstjóri í millilandasiglingum og því fremur sjaldan heimavið.
03.02.2015
Merkileg grein um stúkustarf í Japan
Br. okkar Eyþór Eyjólfsson hefur verið búsettur í Japan um margra ára skeið. Fyrir rúmu ári síðan gekk hann í Frímúrarastúkuna De Molay Lodge No. 22 í Tókyo og er væntanlega eini Íslendingurinn sem er með tvöfalda aðild að stúku á Íslandi og í Japan.
Vefnefnd Fjölnis fór þess á leit við Eyþór að hann skrifaði grein um stúkustarfið í Japan sem við gætum birt á síðunni okkar. Hann brást vel við og greinina má lesa hér á síðunni.
Þetta er afar athyglisverð grein um þróun Frímúrarareglunnar í Japan ásamt lýsingu á stúkunni sem Eyþór hefur bundist bræðraböndum. Við í vefnefndinni þykjumst vissir um að brr. okkar þyki fengur í að lesa um stúkustarfið í Japan.
Vefnefnd Fjölnis/IH
uppfært 3. febrúar 2015
Frímúrarareglan í Japan
Eyþór Eyjólfsson
Það var fyrir einu og hálfu ári að ég flutti aftur til Tokyo, þar sem ég hafði þegar búið í hartnær 18 ár. Eitt fyrsta verk mitt var að setja mig í samband við Frímúrararegluna í Japan, The Grand Lodge of Japan, og fá kynningu á starfsemi bræðra okkar þar í landi. Nokkrum mánuðum síðar og að fengnum tilskyldum leyfum frá Reglunum á Íslandi og í Japan fyrir tvöfaldri aðild, var ég tekinn upp á Meistaragráðu Jóhannesar stúkunnar, De Molay Land Lodge No 22 í Tokyo.
03.02.2015
Þakklátur, glaður og stoltur
Grétar H. Óskarsson
Stúkan okkar Fjölnir var stofnuð 27. janúar 1987. Þáverandi SMR, Gunnar J. Möller, hafði falið br. Vali að stofna nýja St. Jóh. stúku sem yrði sú fimmta í Reykjavík. Það voru liðin 12 ár frá stofnun síðustu St. Jóh. stúku í höfuðborginni og þörf var fleiri stúkna þar sem fjölgun félaga í Reglunni var mikil og aðsókn fór vaxandi. Br. Valur Valsson brást ekki því trausti sem honum var sýnt með útnefningu hans til þessa verkefnis og mikið starf var framundan. Leiddi hann það starf skipulega og með þeirri staðfestu sem nauðsynleg var.
28.12.2014
Móðurstúka
Gísli Benediktsson
Þegar St. Jóh. stúkan Fjölnir var stofnuð fyrir 27 árum hafði ég verið meðlimur í frímúrarareglunni í 7 ár. Gekk í stúkuna Mími í janúar 1980 þá 33 ára gamall.
Stofnun stúku í lögsagnarumdæmum þar sem stúkur eru starfandi fyrir er með öðrum hætti en á svæðum þar sem Reglan er að hasla sér nýjan völl. Á þeim stöðum er fyrst stofnað bræðrafélag og síðan fræðslustúka, sem starfar í nokkur ár undir verndarvæng ákveðinnar móðurstúku annars staðar á landinu, þar til fullgild St. Jóh. stúka er formlega stofnuð.
20.11.2014
Tækifæri
Kristján S. Sigmundsson
Síminn hringdi hjá mér um haustið 1986 og erindið var, hvort ég hefði áhuga á að gerast stofnfélagi í nýrri St. Jóhannesar stúku sem til stæði að stofna í janúar 1987. Ég man ég svaraði strax „já“ það væri mér mikill heiður. Ég hafði verið í Reglunni í 5 ár, kominn á IV/V stig og var tilbúinn að takast á við nýja hluti.
En hverjir voru þessir nýju hlutir? Ég hafði heyrt hjá mér reyndari bræðrum, að það að taka þátt í stofnun nýrrar stúku væru ákveðin forréttindi ...
02.11.2014
Pistlaskrif stofnenda Fjölnis
Fyrir nokkru kom upp sú hugmynd hjá vefnefnd Fjölnis að biðja stofnendur stúkunnar okkar að skrifa pistla um stofnun Fjölnis, sýn þeirra á frímúrarastarfið eða hvað annað sem þeir teldu að ætti erindi við okkur brr. Þessu verkefni var svo hrundið í framkvæmd fyrir nokkrum vikum. Haft var samband við sex stofnendur vegna þessa og tóku þeir allir bón okkar ljúflega. Í undirbúningi er að hafa samband við fleiri brr. í framhaldi.
Br. okkar Halldór S. Magnússon ríður á vaðið og ritar pistil sem hann kallar Hornrétt starf. Þar fjallar hann m. a. um stofnun Fjölnis og sína sýn á frímúrarastarfið. Afar áhugaverður pistill.
Ákveðið hefur verið að þessir pistlar verði öllum brr. aðgengilegir til frambúðar. Á upphafssíðu Fjölnis neðst til vinstri er nú að finna tengil sem heitir Pistlar. Þegar smellt er á hann má lesa þá pistla sem birtir hafa verið. Það er von okkar í vefnefndinni að Fjölnis-brr. hafi ánægju af að lestri pistlana og að kynnast sögu stúkunnar okkar og viðhorfum brr. sem stofnuðu Fjölni. Sú mikla vinna sem þeir lögðu fram í upphafi lagði grunninn af þeirri einstöku stúku sem við erum meðlimir í.
Vefnefnd Fjölnis/IH
uppfært 12. október 2014
Hornrétt starf
Halldór Sigurður Magnússon
Þegar ég gerðist félagi í Frímúrarareglunni bjó ég í Stykkishólmi. Þar kynntist ég mörgum ágætum bræðrum úr stúkunni Akri á Akranesi. Eftir viðræður við þessa bræður sannfærðist ég um að ég ætti erindi við Regluna en áttaði mig síðar á því að Reglan ætti líka erindi við mig. Ég fór þess á leit við tvo gamla skátabræður að þeir gerðust meðmælendur mínir og var það auðsótt. Einn skáta- og frímúrarabróðir sagði mér reyndar síðar að í hans huga væri Frímúrarareglan eðlilegt framhald af skátastarfinu.
22.09.2014