St. Jóhannesarstúkan Fjölnir nr. 11.
Bríetartúni 5, Reykjavík

St. Jóhannesarstúkan Fjölnir nr. 11.

Kjörorð: CARITATE
Stofndagur: 25.01. 1987.
Stúkuheimili: Bríetartúni 5, Reykjavík
Fundardagur: Þriðjudagur
Stm.: Guðmundur Kr. Tómasson

Upptaka sem ekki gleymist

Þorsteinn Sigurður Þorsteinsson

Kæru bræður.

Það er mikið ílagt og vandaverk að setja niður vitrænt skrifelsi um Regluna okkar, skrifelsi sem lýsi á fullnægjandi hátt jákvæðum vettvangi manna sem með samhentu átaki settu saman umhverfi starfsstúku Frímúrara reglu, sem byggði á ævagömlum siðum og reglum um jöfnuð, mannkærleika og miskunnsemi.

Einnig er það ærið vandaverk að tileinka mér þau margþættu, en um leið jákvæðu og verðmætu áðurgreindu undirstöðuatriði, sem eru öll afar veigamikil.

Lesa meira

Þorsteinn Sigurður Þorsteinsson
05.02.2016

Í kærleika og bróðurhug

Skúli Jón Sigurðarson

Ég þekkti Andrés Andrésson klæðskera mjög vel, en hann var bróðir stjúpa míns og ég leigði hjá honum í Suðurgötu 24 eftir1958, meðan ég var í Háskólanum og starfaði sem kennari. Andrés var trúaður, vandaður og góður maður og hafði mikla dulræna hæfileika. Ég vissi að hann var frímúrari og að hann fór reglulega á fundi þar. Ég fékk áhuga á Reglunni og fór að reyna að lesa mér til um eðli og tilgang hennar. Reyndi að fræðast af Andrési og sannfærðist um að þarna væri mannbætandi félagsskapur reistur á kristilegum grunni.

Lesa meira

Skúli Jón Sigurðarson
20.02.2015

Að feta í sömu fótspor

Lárus Johnsen Atlason

Það mun hafa verið snemma árið 1976 sem ég bað föður minn um liðsinni við að ganga í raðir Frímúrara.
Hann tók málaleitan minni vel og eftir að við höfðum rætt þessa ósk mína okkar í milli sá hann alfarið um umsóknina, svo mjög að ég vissi ekki hver hinn meðmælandi minn var.
Það var hins vegar þegar farið var að líða á árið 1977 að ég ynnti föður minn eftir gangi mála, en hann var þá starfandi skipstjóri í millilandasiglingum og því fremur sjaldan heimavið.
 

Lesa meira

Lárus Johnsen Atlason
03.02.2015

Þakklátur, glaður og stoltur

Grétar H. Óskarsson

Stúkan okkar Fjölnir var stofnuð 27. janúar 1987. Þáverandi SMR, Gunnar J. Möller, hafði falið br. Vali að stofna nýja St. Jóh. stúku sem yrði sú fimmta í Reykjavík. Það voru liðin 12 ár frá stofnun síðustu St. Jóh. stúku í höfuðborginni og þörf var fleiri stúkna þar sem fjölgun félaga í Reglunni var mikil og aðsókn fór vaxandi. Br. Valur Valsson brást ekki því trausti sem honum var sýnt með útnefningu hans til þessa verkefnis og mikið starf var framundan. Leiddi hann það starf skipulega og með þeirri staðfestu sem nauðsynleg var.
 

Lesa meira

Grétar H. Óskarsson
28.12.2014

Tækifæri

Kristján S. Sigmundsson

Síminn hringdi hjá mér um haustið 1986 og erindið var, hvort ég hefði áhuga á að gerast stofnfélagi í nýrri St. Jóhannesar stúku sem til stæði að stofna í janúar 1987. Ég man ég svaraði strax „já“ það væri mér mikill heiður. Ég hafði verið í Reglunni í 5 ár, kominn á IV/V stig og var tilbúinn að takast á við nýja hluti.

En hverjir voru þessir nýju hlutir? Ég hafði heyrt hjá mér reyndari bræðrum, að það að taka þátt í stofnun nýrrar stúku væru ákveðin forréttindi ...

Lesa meira

Kristján S. Sigmundsson
02.11.2014

Gott ráð

Þorsteinn Sv. Stefánsson

Ég gekk í Frímúrararegluna 5. des. 1983, í St. Jóh. stúkuna Mími. Nokkuð langur aðdragandi var að þessu, en ég var þá nýlega fluttur til Íslands eftir 12 ára dvöl í Gautaborg í Svíþjóð. Þar hafði ég og fjölskyldan kynnst golfíþróttinni og líkað vel. Þess vegna gengum við fljótlega í Golfklúbb Reykjavíkur, og þar kynntist ég Guðmundi S. Guðmundssyni, sem var þá framkvæmdastjóri klúbbsins.

Ég hafði áður kynnst mönnum, sem voru í Reglunni, en upplýsingar um hana lágu ...

Lesa meira

Þorsteinn Sv. Stefánsson
17.10.2015

Þegar akurinn var plægður

Helgi Bragason

Ég gekki í Mími í desember 1979. Eftir sex ára veru í Mími var ég fenginn til liðs við undirbúning að stofnun nýrrar stúku. Það eru mikil forréttindi að vera þátttakandi í stofnun nýrrar stúku, sérstaklega var undirbúningurinn skemmtilegur undir stjórn Vals Valssonar. Ég var svo heppinn að fá að verða fyrsti söngstjóri í stúkunni Fjölni og lít alltaf til undirbúningsáranna og einnig fyrstu starfsáranna með þakklæti og hlýhug.

Bróðir Sigfús Halldórsson var beðinn um að semja lag, Fjölnislag fyrir hina ...

Lesa meira

Helgi Bragason
19.03.2015

Einföld og skemmtileg hönnun undir lögreglueftirliti

Ólafur Stephensen

Stundum er sem óviðráðanleg verkefni sæki að manni. Ekki nóg með það. Þessi ágætu verkefni eru oft á tíðum svo skemmtilega einföld að það er ekki nokkur vandi að vinna þau. Þetta finnst manni – þangað til að allt fer í strand. Alls konar vandamál verður að leysa,- vandamál, sem enginn hafði gert sér grein fyrir í upphafi. Og verkefnið, þetta “einfalda og skemmtilega” breytist skyndilega í vandamál, sem kemur manni til að spyrja sjálfan sig: “Hvað í ósköpunum ertu búinn að ...

Lesa meira

Ólafur Stephensen
20.02.2015

Frímúrarareglan í Japan

Frímúrarareglan í Japan

Það var fyrir einu og hálfu ári að ég flutti aftur til Tokyo, þar sem ég hafði þegar búið í hartnær 18 ár. Eitt fyrsta verk mitt var að setja mig í samband við Frímúrararegluna í Japan, The Grand Lodge of Japan, og fá kynningu á starfsemi bræðra okkar þar í landi. Nokkrum mánuðum síðar og að fengnum tilskyldum leyfum frá Reglunum á Íslandi og í Japan fyrir tvöfaldri aðild, var ég tekinn upp á Meistaragráðu Jóhannesar stúkunnar, De Molay Land Lodge No 22 í Tokyo.

Lesa meira

Eyþór Eyjólfsson
03.02.2015

Móðurstúka

Gísli Benediktsson

Þegar St. Jóh. stúkan Fjölnir var stofnuð fyrir 27 árum hafði ég verið meðlimur í frímúrarareglunni í 7 ár. Gekk í stúkuna Mími í janúar 1980 þá 33 ára gamall.

Stofnun stúku í lögsagnarumdæmum þar sem stúkur eru starfandi fyrir er með öðrum hætti en á svæðum þar sem Reglan er að hasla sér nýjan völl. Á þeim stöðum er fyrst stofnað bræðrafélag og síðan fræðslustúka, sem starfar í nokkur ár undir verndarvæng ákveðinnar móðurstúku annars staðar á landinu, þar til fullgild St. Jóh. stúka er formlega stofnuð.

Lesa meira

Gísli Benediktsson
20.11.2014

Hornrétt starf

Halldór Sigurður Magnússon

Þegar ég gerðist félagi í Frímúrarareglunni bjó ég í Stykkishólmi. Þar kynntist ég mörgum ágætum bræðrum úr stúkunni Akri á Akranesi. Eftir viðræður við þessa bræður sannfærðist ég um að ég ætti erindi við Regluna en áttaði mig síðar á því að Reglan ætti líka erindi við mig. Ég fór þess á leit við tvo gamla skátabræður að þeir gerðust meðmælendur mínir og var það auðsótt. Einn skáta- og frímúrarabróðir sagði mér reyndar síðar að í hans huga væri Frímúrarareglan eðlilegt framhald af skátastarfinu.

Lesa meira

Halldór Sigurður Magnússon
22.09.2014
Allur réttur áskilinn © 2002 - 2016, Frímúrarareglan á Íslandi - Bríetartúni 5 - 105 Reykjavík - Ísland
Sími: (+354) 510 7800 - Símbréf: (+354) 510 7801 - Netfang: skrifstofa@frimur.is